Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 83

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 83
reglu stjórnarskrárinnar (65. gr.). Því ber ekki að skoða þá sem framandi, „öðruvísi“, skrýtna eða sér-fyrirbæri eins og m.a. er gert með hugtakinu sértrúarsöfnuður eins og trúarlegir minnihlutar eru gjarna nefndir hér. Með lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 (svokölluðum þjóðkirkjulögum) var þjóðkirkjan skilgreind sem trúfélag er nýtur sjálfstæðis og sjálfsstjórnar innan lögmæltra marka.51 Þjóðkirkjan hafði þá keppt að þeirri stöðu allt frá upphafi 20. aldar.52 Slík skilgreining á meirihlutakirkjunni í landinu er á ýmsan hátt til bóta með tilliti til veraldarvæðingar ríkisvaldsins og aukinnar fjölhyggju. Með þessari skil- greiningu var haldið áfram á leið til stofnunarlegrar aðgreiningar ríkis og kirkju sem hófst þegar með stjórnarskránni 1874. Ofangreind skipan getur verið skref í átt að aðskilnaði þjóðkirkjunnar frá ríkisvaldinu. Svo þarf þó ekki að vera. - Við núverandi aðstæður getur þessi skipan aftur á móti lagt grunn að skerpingu í þjóðkirkjunni. Á grundvelli hennar gæti þjóðkirkjan valið að koma í auknum mæli fram sem trúfélag í hópi annarra trúfélaga, tekið að upplifa sig með líkum hætti og þau, en þó jafnframt gert tilkall til aukins réttar vegna stöðu sinnar, stærðar og sögu, fremur en að axla ábyrgð gagnvart þeim. Hér hefur verið rætt um skerpingu á fremur neikvæðum nótum. Hún kann þó að leiða til þess að valkostir verði skýrari og vitundarvakning eigi sér stað bæði innan og utan þeirrar stofnunar sem beitir skerpingunni. Vitundarvakning kann að vera af hinu góða svo fremi hún leiði ekki til árekstra við aðra. Annað viðbragðamunstur vestrænna trúarstofnana frammi fyrir þeim áreitum sem kortlögð voru hér að framan felst í innhverfmgu. Með hugtakinu er átt við þá tilhneigingu trúfélags að hverfast inn á við, leggja áherslu á andlega þætti trúarinnar, það spíritúalítet sem henni er samfara, sem og aðrar hefðir hennar í tilbeiðslu og innri uppbyggingu. Innhverfing er skyld skerpingu að öðru leyti en því að hana skortir að miklu leyti þann félagspólitíska brodd sem skerpingin hefur oft þar sem hún getur allt í senn beinst gegn hinu trúarlega, menningarlega og samfélagslega umhverfi. Þá þarf innhverfing ekki að merkja að einvörðungu sé horfið til „eigin“ hefða ákveðins trúfélags heldur er oftar en ekki horfið til samkirkjulegra hefða eða siða sem yngri kirkjudeildir sækja til eldri kirkna. Má í því sambandi 51 Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Slóð, sjá heimildaskrá. 52 Hjalti Hugason, 2010a. Hjald Hugason, 2010b. Hjalti Hugason, 2011. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.