Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 112
Helgi gat ekki tekið undir gleði margra guðspekinga þegar yfirstjórn
Guðspekihreyfingarinnar lýsti því yfir að hinn nýi Messías væri fundinn,
indverskur drengur af brahminaætt, Jiddu Krishnamurti að nafni. Arið 1911
var stofnað sérstakt félag, Stjarnan í austri, til að undirbúa komu þessa nýja
mannkynsfrelsara frarn á sjónarsviðið og ein deild úr því félagi var starfandi
á íslandi í nokkur ár. Helgi leit svo á að hinn nýi Messías hlyti að vera
náttúrufræðingur og hann taldi að þjóðum heims hefði enn ekki auðnast
að uppgötva hann.25
Um aldamótin 1900 voru ekki nema örfáir einstaklingar á Islandi sem
höfðu kynnt sér guðspekistefnuna. Þeirra á meðal var Ludvig Kaaber, kaup-
maður og síðar bankastjóri. Var hann fjárhagslegur bakhjarl hreyfingarinnar
á íslandi og gaf Guðspekifélaginu hús það sem hreyfingin á enn og stendur
við Ingólfsstræti í Reykjavík. Árið 1908 stofnaði áhugafólk um guðspeki
sérstakt félag á Akureyri en árið 1912 var í Reykjavík stofnuð fyrsta form-
lega guðspekistúkan sem heyrði undir danska Guðspekifélagið. Eftir það
fjölgaði stúkunum ört þannig að 1920 voru þær orðnar nægilega margar til
að stofna sjálfstæða deild í alþjóðafélaginu.26 Guðspekihreyfingin höfðaði
helst til menntamanna og fólks í efri millistétt, einkum kennara, sem virðast
hafa séð í kenningum hennar leið til að gera sér grein fyrir samhengi trúar
og vísinda. Hin hefðbundna trúfræði kirkjunnar var í hrópandi andstöðu
við það sem margt fólk af aldamótakynslóðinni upplifði sem vísinda-
legar staðreyndir og virtist þetta brenna sérstakiega á kennurum.27 Fyrsti
forseti Guðspekifélagsins var Jakob Kristinsson guðfræðingur sem starfað
hafði í nokkur ár sem prestur í söfnuði Islendinga vestanhafs. Atti hann
þrjá bræður sem völdust til leiðtogastarfa í Samvinnuhreyfingunni, þá
Hallgrím, Sigurð og Aðalstein, sem allir voru félagar í Guðspekifélaginu.
Tóku þeir að sér að greiða laun bróður síns meðan hann gegndi forseta-
embætti Guðspekifélagsins en því fylgdi umtalsverð kynningarstarfsemi og
ferðalög.28 Eftir að Jakob lét af störfum sem forseti Guðspekifélagsins varð
hann skólastjóri á Eiðum og síðar fræðslumálastjóri.
25 Helgi Pjeturss, Nýall, bls. 85.
26 Pécur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar. Þriðji hluti.“
Bls. 130.
27 Sjá t.d. Pétur Pétursson, „Ihygli og athafnaþrá. Ásdr og hugsjónir Aðalbjargar Sigurðardóttur",
Ritröð Guðjraðistofnunar. Reykjavík: Háskóli fslands, 2005, bls. 48.
28 Pétur Pétursson, „Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar. Þriðji hluti.“,
bls. 158.
110