Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 126

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 126
Theological Seminary. Hún leggur áherslu á að þessi tengsl séu mikilvæg, þar sem það séu fyrst og fremst konur sem annist börn og þannig séu bein tengsl milli velferðar kvenna og barna.15 Haddon Willmer, fyrrverandi prófessor í guðfræði við Háskólann í Leeds hefur lagt áherslu á að barna- guðfræðin fáist ekki aðeins við börn í vanda, heldur öll börn, við ólíkar aðstæður.16 Bæði leggja þau áherslu á að eigi kirkjan að vera trúverðugt afl í samfélagsbreytingum til hins betra beri henni að leggja áherslu á börnin og aðstæður þeirra. Barnaguðfræði - börn sem virkir þátttakendur Viðhorf sitt til barnsins og möguleika þess til virkrar þátttöku í umræðunni um guðfræðileg og trúarleg efni, sækir barnaguðfræðin til þroskasálfræð- innar. Svissneski þroskasálfræðingurinn Jean Piaget setti fram kenningar sínar um vitsmunaþroska barna á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Piaget rannsakaði hugsanir barna eins og þær birtast í orðum og gerðum, þ.e. innihald vitsmunalífsins. Á grundvelli slíkra kannana komst hann að raun um að innihald hugsunar er á hverjum tíma tengt saman í heildræna form- gerð, er lýtur sérstökum lögmálum. Hann sannfærðist um að þroskaferill eða þróunarferill einstaklingsins einkennist af röð mismunandi formgerða sem breytast með aldri og þroska. Verulegur hluti af rannsóknarstarfi Piagets beindist að því að sýna fram á tilvist þessara formgerða og lýsa þeim sem nákvæmlegast.17 í kenningum hans eru þrjú lykilhugtök, líffræðileg aðlögun, jafnvægisleit og virkni. Aðlögunin getur verið tvenns konar, annars vegar leitast lífveran við að breyta umhverfi sínu á þann veg að það falli að þeirri formgerð hugsunarinnar sem fyrir er. Þetta nefnir hann samlögun (e. assimilation). Verði umhverfinu ekki breytt verður lífveran að breyta formgerð sinni til móts við eðli umhverfisins og nefnist það samhæfmg (e. accommodation). Með þessum aðgerðum leitar einstaklingurinn jafnvægis. Þetta ferli á sér ekki einungis stað þegar aðlögun að umhverfmu á sér stað, heldur einnig hvað varðar skilning á hugtökum og hugmyndum. Samkvæmt þessu öðlast 15 Mercher, Joyce Ann. 2005. Welcoming Children. A practical theology of Childhood. Missuri. Chalice Press St. Louis. 16 Willmer, Haddon. 2002. Child theology. Report paper from VIVAs expert symposium plenary session about Child theology. Thursday oct. 15th. 2002, Penang. Sótt 6. jan. 2009: http://www. viva.org/?page-id=147-l48. 17 Sigurjón Björnsson. 1992. Formgerðir vitsmunalífiins. Kenningar Jean Piagets um vitsmunaþroskann. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag. 124
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.