Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 135
er bara til einn Guð, og þó, kannski Seifur frá Grikklandi, Grikkir höfðu
marga guði!
Max hlær og gefur til kynna að hann hafi bara verið að stríða mér með
því að nefna Seif. Svo heldur hann áfram.
— Sem sagt, bóndinn getur verið Jesús, eða Guð, vegna þess að hann
getur miklu meira.
Nú hafði Max verið leiddur að líkingunni með því að nota hugtak sem
hann þekkti, það er guðsríki. Fyrsta tilraun hans til að skilja þessa vídd,
leiðir hann til þess að skilja söguna sem myndlíkingu. Bóndinn getur verið
Guð eða Jesús. Svo hringir skólabjallan og við verðum að hætta spjallinu.
Eftir nokkra daga hittumst við Max aftur til að ræða saman um líkinguna.
Við skoðuðum það sem við höfðum talað um síðast og Max hló að brandar-
anum sínum um Seif. Ég reyndi að fá Max til að hugsa sér að sagan snerist
um hann og reyna að endursegja hana þannig. Max þvertók fyrir það: „Það
get ég ekki.“ Ég stakk upp á öðrum leiðum, en Max neitaði þeim öllum og
gerði mér ljóst að hann vildi ekki finna söguna upp aftur. Ég reyndi fyrir
mér á annan hátt.
— Hvað heldurðu að sagan um verkamennina í víngarðinum segi um
himnaríki?
— Ja, í himnaríki eru ábyggilega engir verkamenn í fylu - eða þekkir þú
kannski einhverja verkamenn í himnaríki sem rífast?
Ég verð undrandi og mjög áhugasamur.
— Hvað áttu við?
— I himnaríki eru engir verkamenn óánægðir, vegna þess að engir eru
fúlir út í aðra. í himnaríki er enginn í fylu, vegna þess að þar eru englar
og enginn hefur neina ástæðu til að öfunda neinn, vegna þess að allt er svo
gott þar.
— Það er sem sagt öðruvísi í himnaríki en hér í okkar lífi, vegna þess
að hér er bæði stríð og níð, hér eru sumir mjög ríkir og aðrir mjög fátækir
og meira segja hafa sumir ekki einu sinni það sem þeir þurfa til að lifa af.
— Já, ég rífst stundum við félaga mína og vini mína, sem mér líkar samt
mjög vel við.
— Fyrst allt er svona öðruvísi í himnaríki en hérna hjá okkur, hvers vegna
segir Jesús þá svona sögur eins og þessa um verkamennina í víngarðinum?
Max segir ekkert en er mjög hugsi. Ég spyr:
— Er sagan þá bara einhver ímyndun eða ævintýri, eins og t.d. Harry
Potter?
133