Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 145

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 145
1 Einstaklingur sem stóð neðarlega í valdastiga samfélagsins, líkt og leigu- liðinn í dæminu hér að framan, sýslaði ekki með fyrirgefningu skulda eða synda gagnvart þeim sem voru æðri honum í samfélaginu. Að vera boðin fyrirgefning af hálfu valdaminni aðila hefði verið móðgun við æru þess valdameiri. Jafningjar gátu að sjálfsögðu fyrirgefið hvor öðrum án þess að eiga á hættu að fyrirgera heiðri sínum. Samkvæmt þessu hugmyndalíkani streymir fyrirgefning fyrst og fremst í eina átt: Frá þeim valdameiri til hins valdaminni. Keene tekur Jesú og breytilega valdastöðu hans í Nýja testamentinu sem dæmi. Þegar Jesús segir við bersyndugu konuna: „Syndir þínar eru fyrirgefnar“ (Lúk 7.48), þá er staða hans sterk. Sú staða hafði breyst þegar búið var að negla hann upp á kross. Hinn krossfesti Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim sem krossfestu hann. Hann segir ekki: Syndir ykkar eru fýrirgefnar, heldur vísar því til Guðs sem hefur allan heiminn á valdi sínu. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera“ (Lúk 23.34). í niðurlægingu sinni á krossinum er Jesús, að mati Keenes, ekki í aðstöðu til að fyrirgefa: Guð einn hefur vald til þess. Einmitt á krossinum hefði mátt hugsa sér ákveðin hvörf, nefnilega þau að Jesús hefði gengið gegn hinum ríkjandi fyrirgefningarskilningi sem víðast hvar má finna í Nýja testamentinu, hann hefði getað brotið blað og boðað að hinir veiku væru í aðstöðu til að fyrirgefa, er niðurstaða Keenes, en það gerir hann ekki.13 Þau tengsl valds og fyrirgefningar, sem augljós voru einstaklingum sem lifðu og störfuðu á fyrstu öld eftir Krist og fjallað hefur verið um hér að framan, eru vissulega víðast hvar horfin í nútímasamfélögum. Að tala um vald og valdatengsl er þó ekki úrelt, t.d. þegar brotið hefur verið á mann- eskju eða hún niðurlægð þótt fremur sé átt við sálrænt vald eða valdaleysi en samfélagslegt í því samhengi. Að ná aftur valdi á lífi sínu eftir niðurbrot eða niðurlægingu er orðalag sem er fyllilega merkingarbært. I menningu samtímans er það ekki óalgengt að þolendum brota og niðurlægingar sé ráðlagt að fyrirgefa þeim sem brotið hafa gegn þeim, oft óháð iðrun viðkomandi eða fyrirgefningarbeiðni.14 Þessi ráðlegging hefur það að mark- miði að hjálpa fólki til að komast út úr sálrænum erfiðleikum og setjast 13 Sama heimild, bls. 129-130. 14 Hér má taka mörg dæmi en látið verður nægja að vísa til umræðu um þetta efni í tveimur greinum eftir Sólveigu Önnu Bóasdóttur, „Kirkjan og kynferðislegt ofbeldi. Gerendur kynferðislegs ofbeldis - frá guðfræðilegu og siðfræðilegu sjónarhorni", RitröS Guðfrœiíistofnimar, 2010:2, bls. 144-161, hér 153-156 og „Ábyrgð og réttlát viðbrögð gagnvart þolendum kynferðisofbeldis. Guðfræðilegt og siðfræðilegt sjónarhorn", RitröS GuSfiiSistofiiunar, 2011:1, bls. 97-117, hér 112-115. 143
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.