Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 163

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 163
og eru gerðir þýðingarinnar varðveittar í handritum, elstum frá 13. og 14. öld. Höfundar bókarinnar sem hér um ræðir létu sér þó ekki nægja að fjalla ítarlega um ritin þrjú og möguleg tengsl þar á milli heldur birtu texta þeirra allra í vönduðum útgáfum. Tómasarguðspjall og Tómasarkver er hér að finna í þýðingu Jóns Ma. úr koptísku. Tómasarsaga er hins vegar birt í þeim íslenska búningi er hún var sett í á miðöldum og annaðist Þórður Ingi útgáfu hennar (til aðgreiningar frá Tómasarsögu hinni fornu er vísað til hinnar norrænu þýðingar sem Tómas sögu postula). Þórður birtir tvær gerðir sögunnar og auk þess latneskan texta hennar í viðauka en honum þykir sennilegt að texti honum líkur hafi legið þýðingunum til grundvallar þegar þær voru gerðar. Þessi efnisríka bók markar að ýmsu leyti tímamót og hefur síst fengið þá athygli sem hún verðskuldar síðan hún kom út. Hún er ein örfárra íslenskra fræðilegra útgáfna sem taka mið af þeirri róttæku endurskoðun á sögulegum kringumstæðum mótunarára frumkristninnar sem fram fór á síðustu öld og er óhætt að segja að henni hafi ekki verið gerð jafn afgerandi skil á jafn ítarlegan máta hér á landi áður.1 Utgáfa frumtextanna á íslensku markar sömuleiðis þáttaskil. Islenskir lesendur hafa hvergi jafn greiðan aðgang á móðurmálinu að frumkristnum textum sem ekki komust að í helgiritasafni því sem nú kallast Nýja testamentið. Það eina sem upp á vantar svo að öllum meginstoðum í Tómasarkorpusnum séu gerð rækileg skil er Tómasarsaga hin forna, þ.e. sá texti sögunnar sem fræðimenn telja að komist næst upprunalegri mynd hennar þegar hún var skrifuð á þriðju öld, sennilega á sýrlensku. Þórður Ingi bendir sjálfur á að full þörf sé á að gefa út íslenska þýðingu á sem uppruna- legastri gerð sögunnar og er því ekki að neita að við lestur bókarinnar Frá Sýrlandi til íslands hefði oft verið hentugt að geta flett upp í slíkri útgáfu til samanburðar.2 Þess ber þó að geta að í afar fróðlegri greinargerð sinni um Tómasarsögu (í 6. kafla) birtir Þórður Ingi hluta úr elstu gerð sögunnar í eigin þýðingu sem honum þykja mikilvægir til samanburðar við norrænar þýðingar hennar (úr ensku að því er virðist).3 1 Sjá þó greinar eftir Jón Ma. á ýmsum vettvangi, sem og inngang hans að Tómasarguðspjalli (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001). Sjá einnig Clarence E. Glad, Átökin um textann: Nýja testamentið og upphaf kristni (Ritröð Grettisakademíunnar 1; Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004). 2 Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson, Frá Sýrlandi til íslands: Aifur Tómasar postula (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2007), nmgr. 162 á bls. 122. 3 Sama rit, bls. 122-126. 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.