Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 170

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 170
Antti Laato, prófessor í Ábo í Finnlandi, er einnig á slóðum áhrifa- sögunnar í grein sinni um ástarljóð Leonards Cohen og ber þau saman við söguna af Abraham og Isak í 1 Mós 22. Stefán Einar Stefánsson, einn ritstjóranna og fyrrum nemandi Gunnlaugs, ritar um áhrif Jobsbókar á skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Vetrarferðina, en greinin byggir á rannsókn sem greinarhöfundur vann undir leiðsögn afmælisbarnsins og er því um leið gott dæmi um það hvernig Gunnlaugur hefur kynnt áhrifasöguna fyrir nemendum sínum og leiðbeint á vegi hennar. Grein Hjartar Pálssonar er sömuleiðis unnin upp úr kjörsviðsritgerð sem skrifuð var undir leiðsögn Gunnlaugs, um Ljóðaljóðin og hebreskan kveðskap. Aðeins ein grein í ritinu fjallar um kvikmyndir, grein Bjarna Randvers Sigurvinssonar, félaga Gunnlaugs í Deus ex cinema. Þar fjallar höfundur um tvennt sem telja má afmælisbarninu afar hugleikið, kvikmyndir og Davíðssálma, í áhugaverðri greiningu á írönskum kvikmyndum og þjóð- félagsgagnrýni í þeim. Sigurjón Árni Eyjólfsson skrifar á sviði rannsóknarsögu, um uppgjörið við frjálslyndu guðfræðina og greinir orðræðu tveggja einstaklinga sem voru leiðandi í umræðunni um miðja 20. öld, þeirra Sigurbjörns Einarssonar og Benjamíns Kristjánssonar, og sýnir glögglega að þá var staða kirkjunnar orðin allt önnur en var aðeins hálfri öldu fyrr. Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Islands, samstarfsmaður Gunnlaugs og persónulegur vinur, lést áður en hann hafði færi á að ljúka við grein til birtingar í afmælisritinu. Þar birtist þó fyrirlestur sem Jón samdi árið 2010. Þar er hann á svipuðum nótum og Sigurjón Árni í sinni grein er hann fjallar um það hvernig hugmyndafræði lúterska rétttrúnaðarins hafi viðhaldið tiltekinni félagslegri formgerð á íslandi og þeim áskorunum sem hún stóð frammi fyrir á 19. öld. Hið sama má segja um Káre Berge, prófessor í gamlatestamentisfræðum við Háskólann í Bergen, að hann haldi sig á slóðum rannsóknarsögunnar í grein sinni um „menningarlegt minni“ (e. cultural memory). Það er áhugavert hvernig Berge rekur að „ritun um fortíðina“ hefur áhrif á sjálfsmynd Júda. Hann nefnir dæmi úr 1 Mós, 2 Mós og 5 Mós um trúarhugtakið og eingyðistrú, og þróun þessara hugtaka í ritun Mósebókanna, og veltir um leið upp þeirri áhugaverðu spurningu hvort það hafi áhrif á skilning fólks á texta hvort hann berst til þess t.d. munnlega, eða sem (heilagur) texti sem það les sjálft. Leiðbeinandi Gunnlaugs í doktorsnámi hans við Háskólann í Lundi, Tryggve N.D. Mettinger prófessor emerítus, fjallar í ritgerð sinni um texta 168
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.