Skírnir - 01.09.2004, Blaðsíða 44
með að gagni við að miðla þeim til ann arra og efla skiln ing á þeim.
At hygl is vert er að Helgi not ar hug tak ið „mennt ir“ sem yf ir hug -
tak yfir þess ar list grein ar, en ekki „list ir“. Þessi orða notk un virð -
ist tengja list grein arn ar við aðr ar þekk ing ar grein ar og bend ir til
áhrifa frá eldri hugs un ar hætti sem flokk aði þekk ing ar grein arn ar
sem „frjáls ar list ir“. Einnig virð ist hann, eins og fram kem ur hér á
eft ir, setja „snilld ar verk“ í sér stak an flokk með al þeirra verka sem
eru af sprengi hinna fögru mennta.
Ef við reyn um nú að ná utan um skoð un Helga á gildi hinna
fögru mennta þá gæti virst í fljótu bragði sem hún sé blanda af
klass ísk um og róm an tísk um sjón ar mið um, blanda af þeirri skoð -
un að list in sé eft ir lík ing nátt úr unn ar og þeirri skoð un að list in sé
birt ing manns and ans. Hið sið ferði lega inn tak og þau gildi sem
Helgi legg ur áherslu á virð ast þó standa nær því sem við þekkj um
úr róm an tísk um bók mennt um og fram fara trúna þekkj um við frá
ýms um ís lensk um höf und um sem skrif uðu um svip að leyti.13
Eft ir þenn an for mála um al mennt gildi hinna fögru mennta
vík ur Helgi að mynd list inni sjálfri. Hann tel ur að gildi mynd list -
ar inn ar megi skoða með tvenn um hætti, ann ars veg ar út frá „hin -
um æðra skiln ingi eða þýð ingu“ og hins veg ar út frá nyt semi hen-
n ar í dag legu lífi. Gildi mynd list ar í dag legu lífi er í því fólg ið að
hún bæði skemmt ir og fræð ir og síð ast en ekki síst er hún „hið
besta með al til að glæða feg urð ar til finn ing una“ (5.gr.). Auk þess
er hún minniskompa, bæði fyr ir það sem mað ur hef ur séð og eins
fyr ir það sem manni hef ur dott ið í hug. Enn frem ur get ur teikn ing
sýnt skýr ar en mörg orð og þá er Helgi reynd ar mest að hugsa um
gildi teikn inga fyr ir smíð ar og aðr ar iðn grein ar. En við skul um líta
bet ur á gildi mynd list ar í hin um æðri skiln ingi.
Þeg ar mynd list in er skoð uð út frá hin um æðri skiln ingi koma
í ljós tvö gildi, sem mestu skipta, feg urð in og sann leik ur inn. Þó er
gunnar harðarson328 skírnir
13 Sveinn Yngvi Eg ils son, Arf ur og um bylt ing: Rann sókn á ís lenskri róm an tík,
Reykja vík, 1999; Þór ir Ósk ars son, „Hið fagra, góða og sanna er eitt: Tómas
Sæ munds son og fag ur fræði Fjöln is“, And vari, 128, 2003, bls. 90–110. Birna
Bjarna dótt ir gef ur stutt yf ir lit yfir fag ur fræði á Ís landi í riti sínu, Hold ið hem -
ur and ann: Um fag ur fræði í skáld skap Guð bergs Bergs son ar, Reykja vík, 2003.