Saga - 2009, Page 5
F o R M Á L I R I T S T J Ó R A
Ætli fólk telji sig ekki jafnan vita hvenær það lifir „stóra“ tíma, svo sem þegar
það upplifir styrjaldir, alvarlegar efnahagskreppur (nema þar sem hvort
tveggja hefur verið viðvarandi um langt skeið) eða stórstígar framfarir á ein-
hverjum sviðum? Sagnfræðin er ekki líkleg til að breyta því eftir á. Telji fólk
sig hins vegar lifa tíðindasnauða tíma geta sagnfræðingar haft á því aðra
skoðun. Þannig býr hugmyndasagan stundum til sína stóru tíma eftir á, og
líklega gerðu evrópubúar sem lifðu tímann frá síðari hluta 19. aldar fram að
fyrri heimsstyrjöld sér almennt ekki mikla grein fyrir því hversu einstakir
og fallegir dagar þeirra yrðu í sögubókum, jafnvel þótt einstaka hugsjóna-
menn teldu sig þá lifa upphaf nýrra tíma. Þannig getur tíðindaleysi orðið
mikilvægt í sögulegu samhengi og í raun geta engir tímar beinlínis talist
„litlir“.
Sá hluti íslensku þjóðarinnar sem fæddur er um og eftir miðbik síðustu
aldar telur sig væntanlega lifa stóra tíma nú um stundir. Umskiptin haustið 2008
voru snögg og yfirlýsingarnar margar og afdráttarlausar. ein var sú að nú
dygði ekki lengur að yrkja um hið smáa í veröldinni, svo sem húsbúnað,
fiðrildi eða endurkast birtunnar frá vatninu, heldur þyrfti skáldskapurinn að
beina sjónum okkar að stórum örlögum þjóðarinnar og uppgjöri hennar við
fortíð sína. Þessi orð má auðveldlega heimfæra upp á sagnfræðina og ímynda
sér að þolinmæði manna gagnvart ritgerðum um minnihlutahópa á miðöldum,
geymslu heys til forna, bændaverslun á 19. öld eða viðhorf til gadda vírsgirðinga
í upphafi 20. aldar væri ekki sérlega mikil. krafan væri sú að rannsóknir ættu
heldur að beinast að rótum núverandi ástands og endur spegla þannig veru-
leikann sem við okkur blasir. Sagnfræðingar hafa reyndar til skamms tíma
verið tregir til að líta á fræði sín á þann hátt að þau þjónuðu samtíðinni, og
blessunarlega hefur þetta umrót allt saman ekki náð að fletja út þann marg-
breytileika sem löngum hefur einkennt viðfangsefni þeirra — ekki alls fyrir löngu
stóð til dæmis yfir umræða á póstlista þeirra um torfhleðslu — því með góðum
vilja má sýna fram á að hvert einasta smáatriði úr fortíðinni eigi erindi við
okkar daga. enn eru því í fullu gildi þau gömlu sannindi að ekki skipti máli
hvað er rannsakað heldur hvernig það er gert.
Á umbrotatímum, þegar fólk stendur frammi fyrir breyttum aðstæðum
í lífi sínu og stjórnmálamenn þurfa að grípa til aðgerða sem gætu haft af -
drifarík áhrif á þjóðina alla, er hins vegar eins og þörfin fyrir hið sögulega
samhengi vaxi. Menn eiga ekki eitt einasta orð yfir gjörðir og yfirlýsingar,
mistök og meinta glæpi síðustu missera og leita því gjarnan í Íslandssöguna
til að ljá máli sínu merkingu og þunga. Margt af því sem sagt hefur verið
kallar beinlínis á viðbrögð sagnfræðinga, og í því ljósi verður að skoða efnis -
uppbyggingu þessa haustheftis Sögu.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 5