Saga - 2009, Blaðsíða 154
hafa af því að lesa ólíkar gerðir og er nýleg útgáfa Þórðar Inga Guð -
jónssonar á Tómas sögu postula, með stafsetningu að nútíðarhætti, gott
fordæmi (sjá ramma á bls. 151–152).
4. Flóknust er vinnan séu textabrigði minni en svo að tala megi um
tvær gerðir en meiri en svo að hægt sé að útbúa einn texta með sann-
færandi hætti. Þetta á við um sumar helstu Íslendingasögurnar, svo
sem egils sögu, eyrbyggja sögu og Njáls sögu. Lítið mál væri reyndar
að ganga frá tveimur bindum af egils sögu með hliðsjón af nýlegum kór-
réttum útgáfum, því á grundvelli undirbúnings Jóns Helgasonar gaf Bjarni
einarsson texta Möðruvallabókar út en Michael Chesnutt svonefndan
ketilsbókartexta og helstu handritsbrot gáfu síðarnefndur og Alex
Speed-kjeldsen út í tímariti Árnastofnunar í kaupmannahöfn.16 eftir
stendur svonefnd B-gerð, sem að hluta birtist í brotunum en að meg-
inhluta í skinnhandriti sem hefur verið í bókasafni í Wolfenbüttel í
Þýskalandi frá því um miðja 17. öld.17 eyrbyggja saga hefur nú verið
gefin út eftir fjórum handritum og handritsbrotum á skinni, auk þess
sem texti handrits frá miðri 17. öld (AM 447 4to) fær að fljóta með af því
að þar á spássíum getur að líta orðamun úr einu skinnhandritanna
(AM 445 b 4to) sem skömmu síðar skemmdist.18 Varðveisla Njálu er
flóknari. Rétt er að gera hana að sérstöku umtalsefni til glöggvunar á
boðaðri aðferð og sem rök fyrir því að á almennum markaði eigi að
vera til fleiri en einn óblandaður texti af góðum sögum.
einar Ólafur Sveinsson orðaði viðhorf hefðbundinnar uppruna-
stefnu vel í inngangi að útgáfu sinni á Njáls sögu árið 1954: „Af því
að ég hafði sannfærzt um, að unnt væri að komast að texta, sem stæði
nær frumtextanum en texti nokkurs hinna varðveittu handrita gerir,
taldi ég ekki verða undan komizt að gera tilraun til þess.“ Hann
útskýrir að ólíkt fyrri útgefendum noti hann Möðruvallabók (AM
132 fol.) sem undirstöðutexta en segir svo, með vísun til flókinnar
(og ekki sannfærandi) flokkunar á handritum: „Frá Möðruvallabók
er vikið orðalaust hér í útgáfunni, ef full vissa þótti fyrir, að frum-
már jónsson154
16 Egils saga Skallagrímssonar I. A-redaktionen. Útg. Bjarni einarsson. editiones
Arnamagnæanæ A, 19 (kaupmannahöfn: Reitzel 2001). — Egils saga Skallagríms -
sonar III. C-redaktionen. Útg. Michael Chesnutt. editiones Arnamagnæanæ A,
21 (kaupmannahöfn 2001). Textabrotin eru gefin út í Opuscula 12 (2005), bls.
51–227.
17 Michael Chesnutt, „Tekstkritiske bemærkninger til C-Redaktionen af egils
saga“, Opuscula 12 (2005), bls. 228–229.
18 Eyrbyggja saga. The Vellum Tradition. Útg. Forrest S. Scott. editiones Arnamagnæanæ
A, 18. (kaupmannahöfn: Reitzel 2003), bls. 3* og 123*–124*.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 154