Saga - 2009, Blaðsíða 172
Markmiðið með þessu var í senn að styrkja efnahag bandalagsríkj-
anna að síðari heimsstyrjöldinni lokinni og að flétta efnahagslíf þeirra
það þétt saman að þeim reyndist útilokað að fara með ófriði hvert
gegn öðru í framtíðinni. Fyrir flestum var takmarkið auðvitað ekki
síst að hemja Þýskaland, því að uppgangur nasista var evrópubúum
enn í fersku minni.
Hér er rétt að hafa í huga að söguleg reynsla Íslendinga og þeirra
sex þjóða sem stofnuðu eBe var mjög ólík. Þegar Íslendingar fögnuðu
lýðveldisstofnun á Þingvöllum voru tæpar tvær vikur liðnar frá því
her Bandamanna steig á landi á strönd Normandí, og enn var tæpt ár
í lok heimsstyrjaldarinnar á meginlandi evrópu. Styrjöldin átti sér
auðvitað fjölmargar orsakir, en ein þeirra voru þó aldalangar deilur
Þjóðverja og Frakka, þar sem tekist var á um þjóðarheiður og „rétt-
lát“ landamæri þjóðríkjanna tveggja. Niðurstaða ráðamanna í þessum
tveimur löndum var því sú að endurhugsa þyrfti söguna til að koma
samskiptum þjóðríkjanna í eðlilegt horf og einfaldlega „gleyma“
þeim væringum sem þau höfðu átt í sín á milli. Lýðveldisstofnunin
var aftur á móti í hugum Íslendinga farsæll endir margra alda sjálf -
stæðisbaráttu, þar sem fátæk þjóð barðist fyrir frelsi sínu. Sú staðreynd
að þessi barátta var friðsamleg og „óvinurinn“ í raun mjög sáttfús
hefur gert það að verkum að lítil ástæða hefur þótt til þess að túlka
söguna upp á nýtt — nema kannski sú staðreynd að kúgun Dana
hefur verið stórlega ýkt. Af sömu ástæðu hafa Íslendingar fundið
litla þörf hjá sér til að taka hugmyndina um þjóðríkið til endurskoðunar
eða ræða pólitíska hlið evrópska efnahagssvæðisins (eeS). Þó, og
það vill reyndar oft gleymast, hafa Íslendingar gert ýmsar grunn-
reglur eSB að sínum með eeS-samningnum, þar með talið umrætt
bann við mismunun á grundvelli þjóðernis.39 yfirleitt er rætt um
samninginn fyrst og fremst sem aðgöngumiða „okkar“ að evrópskum
mörkuðum, en sjaldan sem lið í því að endurskrifa söguna. Þetta er
sjálfsagt meginástæða þess að íslenskir stjórnmálamenn, og Íslendingar
yfirleitt, eiga mjög erfitt með að skilja afstöðu leiðtoga nágrannaþjóðanna
í Icesave-málinu. „Við“ lítum á málið fyrst og fremst sem lagalegan
ágreining, sem leysast eigi fyrir „hlutlausum“ dómstólum, en fyrir
„hinum“ varðar málið pólitískar forsendur evrópusamstarfsins alls.
Hér tala málsaðilar sitthvort tungumálið og því ekki að undra að
þeir tali gjarnan í kross.
guðmundur hálfdanarson172
39 Sbr. 4. og 40. gr. eeS-samningsins. Vef. „yfirlit yfir eeS-samninginn“, http://www.
utanrikisraduneyti.is/samningar/ees/eeSSamningur//nr/722#meginmal,
sótt 30. október 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 172