Saga - 2009, Blaðsíða 74
Árið 1998 ógilti þýska sambandsþingið „ranga dóma“ sem voru
kveðnir upp árin 1933–1945 á grundvelli pólitískra skoðana, trúar-
bragða og kynþáttar.67 Árið 2002 sýknaði þingið líka af landráðasökum
alla „liðhlaupa“, samkynhneigða og þá sem neituðu að gegna her-
skyldu samvisku sinnar vegna. Í september 2009 var gengið skrefi
lengra og öllum landráðadómum í seinni heimsstyrjöld hnekkt.68
Rangt væri að líkja hæpnum dómum Hæstaréttar við réttarmorð
í Þriðja ríkinu. engu að síður sýna þeir vel að það sem þótti varða
við lög um landráð á sínum tíma getur seinna kallast heilagur sann-
leikur eða hugdirfska.
Breyttirþjóðarhættirogréttarvitund
Frá því um mitt ár 1928 hafði verið unnið að gerð nýrra hegningar-
laga á Íslandi og var ástæðan sögð sú að þótt lögin frá 1869 hefðu
verið vel samin væru þau orðin „nokkuð úrelt og ófullnægjandi vegna
breyttra þjóðarhátta, breytingar á réttarvitund manna og breytts skiln-
ings á réttarfræði“.69 Frumvarpið leit hins vegar ekki dagsins ljós
fyrr en vorið 1939 og bar þá fyrst og fremst keim af dönskum hegningar -
lögum frá 1930.70
Þórður eyjólfsson hæstaréttardómari var aðalhöfundur frum-
varpsins en meðdómendur hans, einar Arnórsson og Gizur Bergsteins -
son, komu einnig að gerð þess.71 Landráðakaflanum, sem varð nú
X. kafli, svipaði um margt til sama hluta gömlu hegningarlaganna. Fyrsta
guðni th. jóhannesson74
67 Vef. „Gesetz zur Aufhebung nationalsozialistischer Unrechtsurteile in der
Strafrechtspflege und von Sterilisationsentscheidungen der ehemaligen
erbgesundheitsgerichte“, nr. 58, 31. ág. 1998 [Lög um ógildingu óréttmætra
dóma nasista í refsimálum og úrskurða fyrrverandi erfðaheilbrigðisdómstóla
um ófrjósemisaðgerðir], Bundesgesetzblatt I 1998, bls. 2501–2504, http://www.
bgbl.de/Xaver/start.xav?startbk=Bundesanzeiger_BGBl.
68 Vef. „Zweites Gesetz zur Änderung des Gesetzes zur Aufhebung national-
sozialistischer Unrechtsurteile in der Strafrechtspflege“, 29. sept. 2009, [Önnur
lög um breytingu á lögum um ógildingu óréttmætra dóma nasista í refsimál -
um], Bundesgesetzblatt I 2009, bls. 3150, http://www.bgbl.de/Xaver/start.xav?
startbk=Bundesanzeiger_BGBl.
69 Alþingistíðindi B 1939, d. 778–779 (Bergur Jónsson, 21. apr. 1939).
70 AlþingistíðindiA 1939, bls. 353. Sjá einnig oluf H. krabbe, Borgerlig Straffelov af
15. April 1930 og Lov af s. D. om Ikrafttræden af Borgerlig Straffelov m. m. (kaup -
mannahöfn: Gad 1930), bls. 154–167.
71 Alþingistíðindi A 1939, bls. 325–327.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 74