Saga - 2009, Blaðsíða 86
trúa, og þá hefði ákæruvaldið eflaust leitt hugann að landráðakafla
hegningarlaganna.
Vorið eftir kárnaði gamanið. Skömmu eftir miðnætti um miðjan maí
1979 sprakk heimatilbúin sprengja við bústað sovéska sendiherrans
við Túngötu. Litlar skemmdir urðu á húsinu en allt nötraði og skalf
í næsta nágrenni að sögn fólks sem vaknaði við sprenginguna. Íbúi
í næstu götu sá einn þeirra sem stóðu að verknaðinum; það var piltur,
„180–190 cm. á hæð, hrokkinhærður“ sem steig upp í bifreið með G-
númeri og hvarf á braut.104 Hefðu pilturinn og vitorðsmenn hans
náðst hefðu þeir eflaust verið ákærðir, meðal annars með vísun í
landráðakaflann. en aftur sluppu óvildarmenn Sovétríkjanna undan
klóm réttvísinnar.
Sovéskir sendiráðsmenn urðu áfram fyrir ónæði frá „óknytta-
fólki“ sem barði á hurðir, hrópaði ókvæðisorð og hafði í hótunum,
og starfsmenn bandaríska sendiráðsins höfðu svipaða sögu að segja.
oftast voru þeir sem í hlut áttu ölvaðir og sú var einnig raunin sum-
arið 1985 þegar ungur Reykvíkingur skaut af haglabyssu inn um eld-
húsglugga starfsmannabústaðar bandaríska sendiráðsins við
Þingholtsstræti.105 Heppni réð því að enginn varð fyrir höglunum
en það hefði væntanlega verið landráðasök að lögum.
Árið 1999 var kalda stríðinu lokið en þá var í síðasta sinn á 20.
öld tekist á um landráðaákvæði hegningarlaganna fyrir íslenskum
dómstólum. Tveimur árum fyrr hafði lögregla handtekið átta manns
sem mótmæltu meintu ofbeldi bandarískra yfirvalda þegar verið var
að taka upp sjónvarpsþáttinn „Good morning, America“ á Austurvelli.
einn þeirra stefndi ríkisvaldinu fyrir ólöglega frelsissviptingu en
fyrir dómi hélt lögmaður þess því meðal annars fram að einn mót-
mælenda hefði vanvirt bandaríska fánann með því að vefja honum
um sig. Ákvæði 95. greinar hegningarlaga um smánun erlends þjóðfána
hefði því getað átt við um háttsemi hinna handteknu, þótt því væri
reyndar ekki beitt í málinu.106
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að óheim-
ilt hefði verið að svipta mennina frelsi um stund og takmarka tján-
guðni th. jóhannesson86
104 ÞÍ. URN 1996-B/292-2. „Heimatilbúin sprengja, er sprengd var við bústað
rússneska sendiherrans, Túngötu 9“. Lögregluskýrsla, 15. maí 1979. Sjá einnig
„Sprenging hjá Rússum“, Vísir 14. júní 1979, bls. 1.
105 ÞÍ. URN 1996-B/292-3. Gunnar Pálsson, „Frásögn“, 26. júlí 1985. Sjá einnig
„Byssumaðurinn handtekinn“, Morgunblaðið 25. júlí 1985, bls. 2.
106 Vef. Hæstaréttardómar 1999 (nr. 65/1999), http://haestirettur.is/domar?nr=450&leit=t,
og „Ólögmæt handtaka“, DV 2. jan. 1999, bls. 2.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 86