Saga - 2009, Blaðsíða 129
en við gerðum það og ég sé ekki betur en að þar sé að takast vel
til. Við erum nógu laus við innri hindranir til að okkur detti svona
lagað í hug, og höfum jafnframt það sem þarf til að láta það ger -
ast í alvörunni. Við ‘reddum’ hlutunum.“47
ekkert verður fullyrt um það hvort minnimáttarkennd hafi ráðið því
að Viðskiptaráð réð útlending til þess að útskýra yfir burði íslensku
þjóðarinnar, en greining Högna Óskarssonar hér að framan gæti þó
gefið slíkt til kynna. Höllu Tómasdóttur til varnar ber að árétta að
hún var ekki sú eina sem leitaði til útlendra sérfræðinga á árinu 2007
í von um að varpa ljósi á íslenskt þjóðareðli. Þá um sumarið spurði
ég mannfræðing sem þekkir vel til á Íslandi hvort hann treysti sér til
þess að lýsa þjóðarkarakter Íslendinga í fáeinum orðum. Mann -
fræðingurinn færðist undan og sagði ekki við hæfi að skilgreina þjóðir
með þeim hætti sem ég færi fram á. Svona nú, sagði ég, þetta er ekki
fræðileg ritgerð. Ég sé það á þér að þú ert búinn að mynda þér skoðun.
Hvað einkennir Íslendinga umfram aðrar þjóðir? Mannfræðingurinn,
sem er einn af þessum svokölluðu Íslandsvinum, horfði á mig um
stund og sagði svo hikandi: Hrokafullt sakleysi.
Ætli hér sé komin gagnorðasta skilgreiningin á hruni íslenska
efnahagskerfisins?
Má persónugera vandann?
Í kjölfar íslenska fjármálahrunsins haustið 2008 lagði Geir Haarde,
þáverandi forsætisráðherra, á það ríka áherslu að ekki mætti per-
sónugera vandamálin.48 Þessi ummæli hans festust í minni lands-
manna, „enda ítrekaði Geir þau við ýmis tækifæri“ eins og Guðni Th.
Jóhannesson hefur bent á.49 Ólafur Arnarson lætur varnaðarorð Geirs
Haarde eins og vind um eyrun þjóta í bók sinni um hrunið, en í augum
Ólafs stendur einn maður upp úr sem persónugervingur vandans:
Varla var þó nokkrum láandi þótt hann renndi augum yfir sviðið
og horfði til þeirra sem þar hafa staðið og spunnið í örlagavef
þjóðarinnar. og þurfti ekki að horfa lengi til að sjá að á því sviði
hafa menn haft sig mismikið í frammi. Sá er blindur sem ekki
vogun vinnur … 129
47 Vef. Viðar Þorsteinsson, „Markaðurinn mun svara kallinu“. Viðtal við Höllu
Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. 5. mars 2007. Sjá http://fram-
tidarlandid.is/markadurinn-mun-svara-kallinu-19, sótt 14. október 2009.
48 T.d. Vef. „ekki persónugera viðfangsefnin“, http://www.mbl.is/mm/frettir/
innlent/2008/10/15/ekki_personugera_vidfangsefnin/, sótt 16. október 2009.
49 Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið, bls. 220.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 129