Saga - 2009, Blaðsíða 143
Líklega hefur Ármann óttast að dómur sögunnar snerist gegn sér og
því talið rétt að taka sjálfur þátt í gríninu, þó svo að greinendur eins
og Páll Baldvin neiti að hlæja með honum. Skálkasaga Ármanns
(píkar eska — e. picaresque novel) af ævintýrum hrekkvísra banka-
manna, leysir hann ekki heldur undan ábyrgð. og rétt eins og með aðra
raupsama riddara er Ármann stundum fullkomlega blindur á sjálfan
sig og þá neyðarlegu merkingarauka sem búa að baki orðum hans. Í
upphafi bókar sinnar lítur hann yfir farinn veg og getur ekki annað
en fyllst undrun yfir þeirri staðreynd að drengurinn sem ætlaði sér að
verða kennari hafi orðið bankamaður: „ef einhver hefði sagt mér við
upphaf háskólanámsins að framtíð mín lægi í viðskiptum og fjár-
málum hefði ég hlegið að honum. Frá blautu barnsbeini var ég þekktur
fyrir að glata eða gefa alla peninga sem rötuðu í mínar hendur“.89
Af orðum Ármanns mætti ætla að hér tali einstaklingur sem stendur
upp úr stól bankastjóra eftir áratuga farsælt starf þar sem ráðdeild
og hyggindi voru höfð að leiðarljósi, en ekki maður sem er fyrst og
fremst þekktur fyrir rándýrar veislur og að hafa tekið þátt í því sem
sumir vilja meina að sé þriðja stærsta gjaldþrot í sögunni.
Vi vil købe Parken
Um hvað fjallar saga hrunsins? Fjallar hún um hrokafulla, sjálfhverfa
og veruleikafirrta smáþjóð sem neitar að horfast í augu við sann-
leikann, eins og hörðustu gagnrýnendur hennar hafa haldið fram?
orsakast hrunið af sjálfsmyndarbresti sem má rekja til sjúklegra yf-
irburðaóra? Því verður ekki svarað, en umfang íslenska efnahags-
hrunsins gefur að minnsta kosti vísbendingu um stjórnleysi af ógn-
vænlegri stærðargráðu.
„[e]f Íslendingar hafa svona ótrúlega náttúrulega hæfileika í fjár-
málastarfsemi, hvers vegna földu þeir það svona vel í 1100 ár?“ spurði
Michael Lewis í „Wall Street on the Tundra“, en greinin segir m.a. frá
sjómanninum Stefáni Álfssyni sem hafnaði hafinu og gerðist gjald-
eyrismiðlari hjá Landsbankanum og síðar spákaupmaður á gjaldeyris -
borði.90 Lewis gerir, rétt eins og Ármann Þorvaldsson, grín að reynslu-
leysi íslenskra bankamanna og fjármálalífi á norðurhjara veraldar.
vogun vinnur … 143
89 Ármann Þorvaldsson, Ævintýraeyjan, bls. 14.
90 Vef. „Wall Street á túndrunni“, 3. mars 2009, http://www.mbl.is/mm/frettir/inn-
lent/frett.html?nid=1402556, sótt 16. maí 2009. Sjá einnig Vef. Michael Lewis,
„Wall Street on the Tundra“, Vanity Fair apríl 2009, http://www.vanity fair.
com/politics/features/2009/04/iceland200904?currentPage=1, sótt 16. maí 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 143