Saga - 2009, Blaðsíða 153
merkishandrita í heilu lagi, svo sem Íslendingasagnasafnsins Möðru -
vallabókar (AM 132 fol.), sem til er í bandréttri útgáfu, og má sem
fyrirmyndir nefna snjallar stafréttar útgáfur Agnete Loth á glötuðu hand-
riti Íslendingasagna (Membrana regia deperdita) eftir afritum frá
lokum 17. aldar og helgisagnasafninu Reykjahólabók frá byrjun 16.
aldar (Stock. perg. fol. nr. 3).12
2. Textar geta verið mjög líkir í handritum og á það til að mynda
við um Hrólfs sögu kraka, Hungurvöku og Íslendingabók sem allar
eru varðveittar í handritum frá 17. öld. Í slíkum tilvikum er óþarfi
að birta nema einn texta og hafa hóflegan orðamun neðanmáls, til
dæmis þar sem tvö elstu og bestu handrit Íslendingabókar, bæði með
hendi séra Jóns erlendssonar á Villingaholti, greinir á um hina merku
setningu um að hafa það heldur er sannara reynist, þar sem betra af-
ritið (AM 113 b fol.) segir „hvatki es nu sagt es“ en hið síðra (AM 113
a fol.), sem þó er tekið mark á, hefur „hvatki es misagt es“.13 Fræðilegar
útgáfur á Hrólfs sögu kraka og Hungurvöku eru það vel gerðar að
einfalt væri að fylgja þeim eða rýna ögn í forsendurnar og mjaka text-
anum til í von um að gera hann enn betri.14
3. Algengt er að tala megi um tvær gerðir texta og jafnvel þrjár
eða fleiri í handritum, og má nefna Gísla sögu Súrssonar, Bandamanna
sögu, Landnámu og Sturlunga sögu sem alþekkta texta þeirrar teg-
undar, en ekki eru sögur af Sigurði þögla, Bevers og Jóni helga síðri
eða þá guðfræðiritið elucidarius.15 Mikið gagn og ómælt gaman má
frásagnir miðalda og söguþrá samtímans 153
12 Möðruvallabók, AM 132 fol. Tvö bindi. Útg. Andrea van Arkel-de Leeuw van
Weenen. e.J. Brill (Leiden: F.J.Brill 1987). — Membrana regia deperdita. Útg. Agnete
Loth. editiones Arnamagnæanæ A, 5 (kaupmannahöfn: Munksgaard 1960). —
Reykjahólabók. Islandske helgenlegender. Tvö bindi. Útg. Agnete Loth. editiones
Arnamagnæanæ A, 15–16 (kaupmannahöfn: Munksgaard 1969–1970).
13 Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. AM 113 a fol., bl. 1r; AM 113 b fol., bl. 1r.
Stafrænar myndir af AM 113 b fol. eru á sagnaneti.is, vefslóð Landsbóksafns –
Háskólabókasafns, en ljósprentaða útgáfu beggja handrita getur að líta í Ís-
lendingabók Ara fróða. AM 113 a and 113 b, fol. Útg. Jón Jóhannesson. Íslenzk
hand rit 1 (Reykjavík 1956).
14 Hrólfs saga kraka. Útg. Desmond Slay. editiones Arnamagnæanæ B, 4; Byskupa sögur
I. Útg. Jón Helgason. Det kongelige nordiske oldskriftselskab (kaupmannahöfn
1938).
15 Sigurðar saga þögla. The shorter redaction. Útg. Matthew James Driscoll. Rit Árna-
stofnunar 34 (Reykjavík 1992); Bevers saga. Útg. Christopher Sanders. Rit Árna-
stofnunar 51 (Reykjavík 2001). — Jóns saga Hólabyskups ens helga. Útg. Peter
Foote. editiones Arnamagnæanæ A, 14 (kaupmannahöfn: Reitzel 2003); Elucidarius.
Útg. ellen Firchow og kaaren Grimstad. Rit Árnastofnunar 36 (Reykjavík 1989).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 153