Saga - 2009, Blaðsíða 159
mann til að teljast Íslendingur eða banna honum eða henni að líta á
sig sem slíka(n). en þjóðir eru einnig skilgreindar með afgerandi
hætti í lögum, enda er gengið út frá því nú á tímum að allir hljóti að
tilheyra a.m.k. einni þjóð. Hvað skilgreiningu íslenskrar þjóðar varðar
má benda á að einföld og afdráttarlaus mörk eru dregin á milli „okkar“
(Íslendinga) og „hinna“ (útlendinga) í fyrstu grein útlendingalaga,
en þar segir: „Með útlendingi er í lögum þessum átt við hvern þann
einstakling sem ekki hefur íslenskan ríkisborgararétt.“2 Íslendingur
er þar með hver sá sem hefur leyfi til að bera íslenskt vegabréf, með
þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Þessi skilgreining er
auðvitað ekki einhlít, því að þegar litið er á íslenska þjóð sem menn-
ingarlegt fyrirbæri skipta lagaleg réttindi ekki höfuðmáli heldur
frekar tilfinning um uppruna, sögu, móðurmál og ættartengsl.
Þótt blaðamaðurinn sem vitnað var til að framan hafi ekki útskýrt
það nánar mátti þó skilja mál hans sem svo að með „okkur“ hafi
hann vísað til íslensku þjóðarinnar, eða a.m.k. þess hluta hennar sem
er fjárhagslega skuldbundinn af Icesave-samningnum. Málið er þó
tæplega svo einfalt. enginn efast um að Icesave-skuldin tengist starf-
semi íslensks banka, og því mætti álykta sem svo að einhverjum Ís-
lendingum komi „reikningurinn“ við. Þetta má því skilja þannig að
blaðamaðurinn flokki ekki alla Íslendinga með „okkur“, þ.e. að „við“
séum aðeins sá hluti þjóðarinnar sem enga ábyrgð ber á Icesave-
skuldinni. Svipaður skilningur á persónufornafninu kom fram í máli
fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra, Davíðs oddssonar,
þegar hann lýsti því svo eftirminnilega yfir í október á síðasta ári að
„við ætlu[ðu]m ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna“.3 Í þess -
um átta orðum birtist kjarni andstöðunnar við Icesave-samninginn á
Íslandi; annars vegar viljum „við“ ekkert með meinta „óreiðumenn“
hafa, og hins vegar greiðum „við“ (þ.e. Íslendingar að frádregnum
óskilgreindum hópi óreiðumanna) ekki erlendar skuldir bankanna,
þótt „við“ viðurkennum ábyrgð okkar á innlendum skuldum þeirra.
erfitt væri að halda því fram að umræðurnar um Icesave-samn-
inginn hafi alltaf verið sérlega uppbyggilegar eða málefnalegar en
hver erum við? 159
2 Vef. „Lög um útlendinga“, lög nr. 96/2002, http://www.althingi.is/lagas/137/
2002096.html, 5. október 2009.
3 Þetta kom fram í viðtali Sigmars Guðmundssonar fréttamanns við Davíð oddsson
í kastljósi Sjónvarpsins hinn 7. október 2008. Sjá má brot úr þættinum á net-
veitunni youtube. Vef. „Davíð oddsson comments on external debt“, http://www.
youtube.com/watch?v=26irob_RxhU, sótt 5. október 2009. einnig er vitnað til
þessara orða í Fréttablaðinu 8. október 2008, bls. 2.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 159