Saga - 2009, Blaðsíða 101
bann og í stofnun Sjálfstæðisflokksins (eldri) í kosningum til Alþingis.
Í bæjarmálum í Reykjavík höfðu helstu stjórnmálaöfl hins vegar ekki
fundið sér sameiginlegan farveg. Þannig komu fram einir 18 fram -
boðslistar í bæjarstjórnarkosningum 1908. Forysta kvennahreyfing-
arinnar í Reykjavík hafði hins vegar sameiginlega og eindregna bylt-
ingarsýn á hlutverk kvenna; konur áttu bæði að breyta sér og samfélaginu
öllu. eftir að konur komu fyrst í bæjarstjórn Reykjavíkur vann margt
gegn framboðum kvenna og kvenfrelsisbaráttu í Reykjavík yfirleitt.
Pólitísk virkni kvenna minnkaði, andstaða ráðakarla gegn kvenfrelsi
kom upp og harðnaði, stjórnmálabaráttan fór að falla í farveg stétta-
baráttu og loks má nefna að innan kvennahreyfingarinnar varð óein-
ing um baráttuaðferðir. einnig fór að gæta tortryggni og ágreinings
innbyrðis í röðum kvenna, m.a. á milli forystukvenna í Hinu íslenska
kvenfélagi annars vegar og kvenréttindafélaginu hins vegar.30 Gagnlegt
er að skoða áhrif þessara þátta á hnignun kvennaframboða og kven-
frelsisbaráttu í Reykjavík, ekki síst vegna þess að nákvæmlega sömu
þættir áttu síðar eftir að veikja mjög baráttuna fyrir kvenfrelsi á lands-
vísu.
Sigri kvennaframboðsins 1908 hafði verið vel tekið af forystu-
mönnum Heimastjórnarflokksins í bænum. klemens Jónsson, sem
var efstur á lista flokksins í kosningunum, skrifaði fréttaskýringu
um kosningaúrslitin í Lögrjettu. Hann fór lofsamlegum orðum um
kvennaframboðið og sagði kosninguna hafa verið konum til „stór-
sóma“. Viðbrögð Sjálfstæðismanna, sem fengið höfðu lítið fylgi í
kosningunum, voru blendnari enda taldi málgagn þeirra, Ísafold, að
fylgi kvennaframboðsins hefði komið úr þeirra röðum en heima-
stjórnarkonur haldið tryggð við sinn flokk.31
Óánægja forystu Sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna kvenna-
framboðsins þróaðist fljótt yfir í hreina andstöðu við kvenréttindi og
kvenfrelsi. Á þingi sneru þeir við blaðinu og þrír þingmenn, þeir
Benedikt Sveinsson, Magnús Blöndahl og Jón Þorkelsson, gengu svo
langt að styðja árið 1911 tillögu Jóns Jónssonar í Múla um að konur
yngri en 40 ára fengju ekki kosningarétt í Alþingiskosningum, en
karlar 25 ára og eldri höfðu þann rétt. Í umræðum á Alþingi benti
Jón í Múla m.a. á að almennur kosningaréttur karla og kvenna hefði
íslensk kvennahreyfing 101
30 Sbr. Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald, einkum bls. 58–82.
31 Greiningin á viðbrögðum ráðakarla við sigrum kvennabaráttunnar árið 1908
er mikið byggð á Svanur kristjánsson, „Ísland á leið til lýðræðis — Frá kven-
frelsi og frjálslyndi til feðraveldis“, hér bls. 82.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 101