Saga - 2009, Blaðsíða 35
því sem vel hefur tekist og reyna ekki að laga annað en það sem af-
laga hefur farið.
Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við félagsvísindasvið
Háskóla Íslands
ein tala — 99,95 — segir næstum allt sem segja þarf um hagstjórn á
Íslandi frá 1939. Það ár jafngilti íslenzka krónan einni danskri krónu,
svo sem hún hafði gert frá öndverðu 1886 til 1920 og aftur 1933–39.
Frá 1939 hefur gengi íslenzku krónunnar fallið um 99,95% gagnvart
dönsku krónunni, og er þá myntbreytingin 1981, þegar tvö núll voru
klippt aftan af íslenzka ræflinum, tekin með í reikninginn. Gengisfall
krónunnar stafar einkum af verðbólgu á Íslandi langt umfram verðbólgu
í Danmörku. Verðbólga er alls staðar og ævinlega til marks um vonda
hagstjórn og veikar stofnanir. Reynslan sýnir að verðbólgulönd safna
skuldum, vanrækja mikilvægar stoðir hagvaxtar og velferðar, svo
sem erlend viðskipti, menntun, fjárfestingu og stjórnsýslu, og vaxa því
hægar en þau hefðu gert við stöðugt verðlag. Verðbólga skapar falska
öryggis- og sælukennd og mont, jafnvel langtímum saman, með því
að örva neyzlu á líðandi stund og slá framtíðinni á frest. Ísland fellur
vel að þessu þekkta mynstri, þótt meðalvöxtur landsframleiðslu á
mann alla 20. öldina hafi verið ívið meiri hér en í Danmörku og dugað
til að breyta Íslandi úr hálfdrættingi á við Dani mælt í landsfram-
leiðslu á mann um aldamótin 1900 í jafnoka Danmerkur og ríflega
það 2007, þegar Ísland skipaði ásamt Noregi efsta sætið á lífskjara-
lista Sameinuðu þjóðanna, en þar er tekið mið af langlífi og menntun
auk kaupmáttar landsframleiðslu á mann. Þetta voru gagnger um-
skipti frá aldamótunum 1900, þegar kaupmáttur landsframleiðslu á
mann á Íslandi var svipaður og hann er nú í Gana í Vestur-Afríku.
Ör vöxtur á Íslandi var þó ekki verðbólgunni að þakka, langt frá því,
heldur öðrum þáttum, einkum nýrri verkkunnáttu og menntun, mik-
illi vinnu, viðgangi sjávarútvegs innan nýrrar 200 mílna landhelgi
og ýmsum hægum en bítandi framförum í hagstjórn, með rykkjum
og skrykkjum, svo sem fríverzlun og verðtryggingu fjárskuldbind-
inga; þennan lista mætti hafa mun lengri.
en landsframleiðsla og lífskjör Íslendinga 2007 voru fölsk, þar eð
gengi krónunnar var af ýmsum gömlum og nýjum ástæðum allt of hátt
skráð og skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis hafði tekið út yfir allan
þjófabálk án samsvarandi eignamyndunar á móti. erlendir lánar-
hvaða lærdóm má draga af hagþróun og … 35
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 35