Saga - 2009, Blaðsíða 237
en rannsókn var ekki lokið þegar greinin var samin. Sambærileg veislustofa
hefur ekki komið fyrr í leitirnar hérlendis, segir hún.
Athygli vekur að í húsinu voru sex eldstæði, fleiri og stærri en búast
mátti við í slíkri stofu. Í Raulandsstofu, sem er frá miðöldum og varðveitt í
Noregi, er gert ráð fyrir einu eldstæði á miðju gólfi og er þó stofan sú 7,5 m
breið og 8,5 m löng. en Ragnheiður gerir ráð fyrir a.m.k. tveimur byggingarstigum
hússins, á öðru var bakdyrum lokað. Var húsið kannski stofa á öðru stigi en
á hinu eldhús, ætlað til matargerðar?
Athyglisvert er að bera saman uppgröft á Hólum og í Skálholti. Á Hólum
hafa verið grafin upp 14 hús og eru, að stofunni frátalinni, nálega öll frá
seinni hluta 16. aldar og bilinu fram á 18. öld. Í Skálholti hefur verið opnað
mun stærra svæði, búið að taka ofan af kjarna staðarhúsa, eins og þau munu
hafa verið nokkru fyrir miðbik 17. aldar. Þarna fæst samfelldari mynd. Til er
ótímasettur uppdráttur af staðarhúsum í Skálholti, mun vera frá því um
miðja 18. öld og telst fara nokkuð nærri hinu sanna. Uppgröfturinn veitir
auðvitað miklu nánari vitneskju en uppdrátturinn og sýnir þróun og breyt-
ingar og líka eldra stig. Um þetta ritar Mjöll Snæsdóttir í greininni „Húsin í
Skálholti“ og bendir m.a. á að á 17. öld virðist hafa verið auðvelt að komast
milli skóla og biskupsherbergis um ýmsa ganga en þeim hafi smám saman
verið lokað og það kunni að sýna breytt samband biskups og skóla. Þetta er
forvitnilegt.
Í ritinu er grein Guðnýjar Zoëga, „Fólkið í keldudal“. Þarna fannst hring-
laga kirkjugarður, óvænt á fremur smáu býli, og líka grafreitur úr heiðni.
Umhverfis kirkjuna komu í ljós bein 60 einstaklinga og er varðveisla sögð
með ágætum. Um helmingur beinagrindanna var af ungbörnum sem voru flest
innan eins árs þegar þau dóu. Beinin eru mikilvæg fyrir fornmeinafræðilega
greiningu; á hinum fullorðnu eru t.d. slitbreytingar beina algengar vegna
strits og aldurs. Sjávarfang hefur verið um 20% af fæðu kelddælinga á 11.
öld og hörgulsjúkdóma gætti lítt. Um grafsiði má nefna að 70% voru grafin
í kistum og konur voru grafnar að norðanverðu við kirkjuna en karlar að
sunnanverðu. Ungbörn lágu nærri kirkjunni, bæði að norðan og sunnan, en
flestar hinna kistulausu fullorðinsgrafa voru utarlega í garðinum. Merkilegt
er það, sem Guðný bendir á, að elstu grafirnar munu vera frá því rétt eftir
kristnitöku og er þá eins og menn hafi þekkt til kristinna grafsiða. Þó er
heiðinn grafreitur á sama stað. Guðný vísar til erlendra beinarannsókna og
athugana á grafsiðum og hefur kannað ákvæði um þá í norskum lögum og
eykur það gildi greinarinnar.
Í miðjum kirkjugarðinum var lítil kirkja sem Guðný gerir ekki að um-
talsefni. kirkjan styður þá skoðun, með mörgu öðru, að kirkjubyggingar hafi
ekki verið fátíðar á Íslandi strax snemma á 11. öld, en þó jafnan smáar, jafn-
vel 10 til 20 fermetrar. Í keldudal mun einungis hafa verið heimagrafreitur og
má vera að hjú hafi almennt verið grafin fjær kirkju. Þessi grafreitur mun
svo hafa fallið úr notkun eftir 100–150 ár, kannski um 1120. Það tengdist
ritdómar 237
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:45 Page 237