Saga - 2009, Blaðsíða 92
kvennakúgunar fyrir persónuþroska valdsmanna og hinna undir -
okuðu er í senn fordæming á ómennsku skipulagi og bjargföst von um
betri heim, þar sem konur og karlar vinna saman að því að skapa
veröld þar sem hver einstaklingur nær að þroskast sem skynsemis-
vera, sjálfum sér og þjóðfélaginu til heilla. Mill taldi að frumskilyrði
fyrir þroska kvenna til jafns við karla væri að konur losnuðu undan
kúgun karla og fengju vald í sínar hendur. einungis þannig gætu þær
þroskað eiginleika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.
Málflutningur íslenskra kvenfrelsissinna endurómaði röksemdir
Mills. Þannig komst Páll Briem (1856–1904) m.a. að orði árið 1885 í
fyrirlestri sínum Um frelsi og menntun kvenna: „Þegar ég nú tala um bar-
áttuna fyrir frelsi kvenna þá á ég eigi við baráttu til þess að losa kven-
fólk undan kúgun og þrældómi — mér virðist að slíkt eigi sér hvergi
stað í menntuðum löndum — heldur tala ég um baráttuna fyrir því
að kvenmenn fái réttindi, fái vald.“5 Í Kvennablaðinu, blaði brautryðjand-
ans og forystukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur (1856–1940) var
tekið í sama streng:
Flestir vita hvað venjulega liggur í orðinu kvenfrelsi: lögheim-
ilað jafnrétti karla og kvenna. en í orðinu frelsi liggur önnur og
dýpri merking en lögheimiluð réttindi. Í því felst að vera frjáls
andlega og líkamlega, og lítið þýðir að hafa frelsi í orði en ekki
á borði … enn vitum við ekki, hvernig alþingi og stjórn verða
við kröfum okkar um kosningarétt. enginn óskar innilegar en
eg, að svörin þau verði góð og engin kona mundi fúsari hagnýta
sér þann rétt en eg. en eg vil hafa meira frelsi, andlegt frelsi, svo
við verðum færar að hrista af okkur þeim böndum, sem binda
okkur við gamlar kreddur; kreddur, sem aldrei hefðu átt að vera
til. Byrjum með því að kenna stúlkubörnum, að þær sjeu menn
fyrst og fremst; hugsandi, frjálsar verur, á jafnháu stigi og karl-
menn; „neisti af guðs lifandi sál“. kennum þeim, að þær geti
gengið óstuddar, þurfi ekki að standa undir verndarvæng karl-
manna. Þá rís upp hið sanna kvenfrelsi á Íslandi. og þá getur
enginn sagt, að við höfum ekkert með kosningarétt að gera.6
Um langa hríð hurfu fræðimenn í stjórnmálafræði almennt frá fyrri
hefð um að fjalla samtímis um markmið lýðræðis og mismunandi
leiðir til lýðræðis en einskorðuðu sig við að skoða eingöngu „staðreyndir“
svanur kristjánsson92
5 Páll Briem, „Um frelsi og menntun kvenna“, John Stuart Mill, Kúgun kvenna, bls.
275–328, hér bls. 277.
6 Þingeysk sveitastúlka, „kvenfrelsi“, Kvennablaðið 30. sept. 1907, bls. 66–67.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 92