Saga - 2009, Blaðsíða 203
vallar fyrir þeim liggur mat á smáum hlutum, aukaatriðum, en það sem
mestu máli skiptir í fari barnanna kemur ekki fram í einkunnunum. en meðan
einkunnir eru gefnar þá beinist skólastarfið óhjákvæmilega mest að þeim
atriðum sem einkunnir eru gefnar fyrir“ (I, bls. 236). Þetta gæti hæglega verið
tilvitnun í fyrirlesara á nýlegri ráðstefnu um námsmat en eru reyndar um-
mæli Sigurðar Thorlaciusar, hins framsækna skólastjóra Austurbæjarskóla, um
einkunnir árið 1932. Reyndar er ekki nóg með að manni heyrist allt hafa verið
sagt áður heldur hefur því einnig heyrst fleygt að umræða um menntamál
hafi verið töluvert frjórri og safaríkari fyrir nokkrum áratugum en nú er.
Sú fullyrðing leiðir hugann óhjákvæmilega að enn einu viðfangsefni
Almenningsfræðslunnar sem hefur beina skírskotun til þeirrar mennta-
málaumræðu sem fram fór í íslenskum fjölmiðlum snemmsumars 2009. Þar
er um að ræða hugmyndina um skólann sem félagslega skilvindu en að henni
víkur Loftur Guttormsson í fyrra bindi (I, bls. 239 og áfram). Þar er því lýst
hvernig menntaskólarnir voru fyrir börn, þ.e. stráka, af hástétt og einhvers -
konar efri miðstétt. Sömuleiðis fjallar Ólöf Garðarsdóttir, einnig í fyrra bindi,
um félagskerfi skólans. Vissulega kemur engum neitt á óvart sem þar kemur
fram; alkunna er að hlutverk skólanna á sínum tíma var miklu fremur að
unga út embættismönnum þjóðarinnar en að veita breiðum hópi góða menntun.
Í fljótu bragði mætti álykta að þetta væri eðlilegur hluti af löngu liðnum tíma,
en annað kom á daginn þegar framhaldsskólarnir höfðu tekið inn nemendur
vorið 2009. Af ótal blaðagreinum og viðtölum mátti ráða að í augum margra,
bæði foreldra og kennara, er eitt mikilvægasta hlutverk framhaldsskólanna
að flokka ungmennin og raða þeim á þá bása þar sem þau munu jórtra í
framtíðinni. Vonbrigði unglinganna sem ekki komust inn í þá skóla sem þeir
höfðu valið sér eru sannarlega skiljanleg, en þar sem enn er ekki svo illa
komið fyrir landi og þjóð að öll sund séu þá lokuð er fróðlegt að heyra full-
orðið fólk örvænta fyrir hönd unga fólksins: „Hans góða frammistaða og
mikla vinnuframlag var unnið fyrir gýg … Vinna hans, dugnaðurinn og sam-
viskusemin eru virt að vettugi,“ mátti lesa í grein um nemanda sem bauðst
að velja á milli tveggja framhaldsskóla í stað þeirra fjögurra sem hann hafði
sett stefnuna á (Haraldur Bergmann Ingvarsson, „Óréttlæti við val í fram-
haldsskóla“, Morgunblaðið 25. júní 2009). Í athugasemdum af þessu tagi felst
að bersýnilega er meira lagt upp úr öðrum markmiðum með framhalds-
skólanámi en þeim sem í menntuninni felast. Síst er ætlunin hér að gera lítið
úr félagslega þættinum á unglingsárunum, en þau viðhorf til menntunar
sem mest hefur farið fyrir upp á síðkastið eru fátækleg. Fjölmargir þeirra
sem létu til sín heyra sumarið 2009 tengdu þessa erfiðu stöðu á einhvern hátt
við afnám samræmdra prófa og sýttu þau ákaft. Í því samhengi er afar fróðlegt
að lesa skrif Jóns Torfa Jónassonar um það hvernig einkunnir í samræmdum
prófum við lok grunnskóla voru notaðar þau rúmu þrjátíu ár sem þau voru
við lýði (II, bls. 162). Þær voru oftar en ekki hið eina sem litið var á þegar
tekið var inn í skólana, þó að tilgangur prófanna hafi verið annar og göfugri
ritdómar 203
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 203