Saga - 2009, Blaðsíða 133
afnema öll höft og allt aðhald og „létu greipar sópa um allt það sem
nú var ofurselt þeirra eigin græðgi, og sólunduðu því að því er virðist
í fjármálafyllirí og flottræfilshátt, ef þeir komu því þá ekki undan í
einhverja skattaparadísina“. einar segir það nánast liggja í hlutarins
eðli að þetta hlyti að gerast, „kenningarnar hvöttu þá beinlínis til
þess, þær héldu því fram, þvert ofan í alla skynsemi, að með því að
skirrast einskis við að mata sinn krók væru þessir menn í rauninni
að vinna að almenningsheill“.
ef gengið er út frá þeim forsendum sem einar gefur sér í pistli
sínum má lauslega áætla að þeir sem beri hugmyndafræðilega, stjórn-
málalega og efnahagslega ábyrgð séu ekki undir 500 og líklega mun
fleiri ef horft er til hinnar stjórnmálalegu ábyrgðar. einnig má varpa
fram spurningum um ábyrgð fjölmiðla sem ýttu undir ástandið í
sam félaginu fremur en að veita almennilega viðspyrnu. Guðmundur
Magnússon spyr í Nýja Íslandi hvort íslenskir fréttamiðlar hafi orðið
fyrirtækjamálgögn,61 og Ásgeir Jónsson og Ármann Þorvaldsson
leggja báðir áherslu á andrúmsloftið sem myndaðist í kringum bank-
ana, en báðir benda á að Morgunblaðið hafi lofað hugmyndina að baki
Icesave 2007.62 Ásgeir nefnir einnig að Fréttablaðið hafi kosið Jón Ás-
geir Jóhannesson viðskiptamann ársins 2007 og bætir því við að
Morgunblaðið hafi verið í eigu Björgólfs Guðmundssonar, aðaleig-
anda Landsbankans, og Fréttablaðið í eigu Jóns Ásgeirs.63
Undir lok pistils síns varpar einar Már fram þeirri spurningu
hvort greina megi fjórða stig ábyrgðarinnar hjá þeim einstaklingum
sem „trúðu fagurgala frjálshyggjunnar og fóru að taka lán á lán ofan,
kannske til þess eins að fjármagna kaup á tryllitækjum með mannhæðar-
vogun vinnur … 133
61 Guðmundur Magnússon, Nýja Ísland, bls. 150–156.
62 Ármann Þorvaldsson, Ævintýraeyjan, bls. 185 og Ásgeir Jónsson, Why Iceland?,
bls. 139. Ritstjórn Morgunblaðsins til varnar má benda á að jákvæðri umfjöllun
blaðsins lýkur á varnaðarorðum. Þar segir: „Það er alveg ljóst, að útrás íslenzku
fyrirtækjanna í öðrum löndum hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna
þeirrar þekkingar, sem er til staðar í íslenzku bönkunum. Dæmið hefur að öllum
líkindum gengið upp. Hið eina, sem á eftir að koma í ljós, er þetta: útrás ís-
lenzku fyrirtækjanna hefur gengið upp í því góðæri, sem ríkt hefur bæði hér
og annars staðar. en stenzt hún efnahagslega niðursveiflu? Segja má, að þá fari
lokaprófið fram.“ Sjá „Reykjavíkurbréf“, Morgunblaðið 28. janúar 2007, http://
www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1126624, sótt 16. október
2009.
63 Ásgeir Jónsson, Why Iceland?, bls. 140. Roger Boyes bendir einnig á eignarhald
útrásarvíkinga á íslenskum fjölmiðlum sem birtu gagnrýnislaust viðhorf eig-
enda sinna. Sjá Meltdown Iceland, bls. 65–66.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 133