Saga


Saga - 2009, Page 201

Saga - 2009, Page 201
hver ímyndað sér grunnskóla án litlu jólanna?), en erfiðleikarnir við að afla þessum hugmyndum brautargengis ollu því að Halldóra entist ekki í starf- inu nema tíu ár. Þá er gaman að hugleiðingum um þjóðfélagsstöðu kennara og hvernig virðing og áhrif stéttarinnar jukust í réttu hlutfalli við aukna menntun hennar (hvenær verður farið í saumana á þeirri kenningu, sem oft heyrist, að þegar jakkaföt og annar formlegur klæðnaður vék fyrir mussum og flauelsbuxum hafi nokkrir launaflokkar sömuleiðis fokið?). Árið 1919 var ákveðið á Alþingi að kennarar við barnaskóla ríkisins þyrftu að hafa próf frá kennaraskólanum og stúdentar sem hygðust leggja fyrir sig kennslu (og þeir þóttu lengi happafengur, reyndar fram undir síðustu aldamót) skyldu hafa bætt prófi í uppeldis- og kennslufræði við stúdentsprófið. Reyndar var ekkert af þessu nauðsynlegt ef viðkomandi hafði þriggja ára kennslureynslu og „gæðavottorð“ frá yfirmönnum sínum. Í seinni tíð hafa kröfur til kennara verið þríþættar: Menntun í faggrein, starfsreynsla eða þjálfun af einhverju tagi og loks menntun í uppeldis- og kennslufræði. Að minnsta kosti frá því að kennaraskólinn var stofnaður gerðu menn sér grein fyrir nauðsyn kennslu- æfinga og dreymdi um sérstakan æfingaskóla í því skyni sem varð svo að veruleika á sjöunda áratugnum (II, bls. 36). Sömuleiðis er langt síðan menn fóru að líta á uppeldisfræði sem bráðnauðsynlegan hluta undirbúnings kenn- ara á öllum skólastigum. Allt er þetta merkilegt og gefur margvíslegar vís- bendingar um hvaða þýðingu menntun hefur fyrir kennara — síungt viðfangs- efni sem er sífellt til athugunar. Allir sem koma nálægt kennslu hafa ein- hvern tíma rekist á það viðhorf að uppeldisfræði sé þarflaus grein, ýmist vegna þess að a) allir geti kennt, eða b) séu menn á annað borð góðir kenn- arar bæti menntun í uppeldisfræði engu þar við. Í ljósi þess hversu margir hafa talið þetta nýmóðins fræði, jafnvel ættuð úr skandinavískum sósíal- realisma, er athyglisvert að sjá að þegar árin 1936 og 1940 voru lagðar fram þingsályktunartillögur um kennslu í uppeldisfræði og kennslufræðum við Háskóla Íslands, sem ætluð væri stúdentum sem þar væru við nám og hygðust leggja fyrir sig kennslu. Vissulega náðu þessar hugmyndir ekki strax fram að ganga, en þær voru runnar undan rifjum félagsmanna í Sambandi ís- lenskra barnakennara, SÍB, og bera vott um faglegan metnað þar á bæ. Á sama tíma fjölgaði jafnt og þétt þeim mönnum sem komu sérfræðimenntaðir heim frá námi í þessum greinum. engu að síður voru fordómar gagnvart uppeldisfræðinni landlægir fram eftir öllu, fyrst og fremst meðal þeirra sem höfðu háskólapróf í sinni grein og töldu það duga, eins og Helgi Skúli kjartansson víkur að í kafla sínum um kennarastéttina (II, bls. 214). Hið klass- íska fyrirkomulag, eitt ár í uppeldis- og kennslufræði ofan á þriggja ára BA- eða BS-nám, hefur verið við lýði síðan dr. Matthíasi Jónassyni tókst að fá til sín nógu marga nemendur svo að hægt væri að ýta úr vör kennslu í upp- eldisfræði sem miðuð var við þarfir framhaldsskólans. Þetta varð árið 1951 og luma margir kennarar af eldri kynslóðinni á dásamlegum lýsingum á því hvernig nemendum var kennt að byggja upp hina fullkomnu kennslustund ritdómar 201 Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 201
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.