Saga - 2009, Blaðsíða 178
um að leggjast gegn stofnun Sósíalistaflokksins og vítir mig sér-
staklega fyrir að taka þessa heimild ekki gilda sem slíka (bls. 156–157).
Hér er skýrt dæmi um það hvernig Jón lítur á það hlutverk sagn -
fræðingsins að ,,túlka, endurtúlka og breyta í fræðilegum skrifum
um fortíðina“ (bls. 150). Florin breytist í meðförum Jóns úr einum
leiðtoga sambandsins í þá alla — úr einni persónu í margar! Minnis -
blaðið breytist í fullgilda sönnun um sameiginlega ákvörðun þeirra
og verður þannig óháð vísbendingum sem áttu að felast í kveðjum,
kveðju leysi og vitnisburði Morgunblaðsins. Jón hefur fundið sig knú-
inn til að breyta röksemdafærslu sinni frá einni tímaritsgrein til ann-
arrar og lætur sig ekki muna um að hagræða þar nokkrum staðreynd -
um.6
Þar varðar mestu að minnisblaðið er alls ekki heimild um neina
ákvörðun leiðtogans Florins hvað þá ,,leiðtoga kominterns“. Í blaðinu
óskaði Florin aðeins eftir því að yfirboðari sinn, æðsti trúnaðarmaður
Stalíns í sambandinu, kynnti sér gögn málsins, þ.e. bréf einars
olgeirssonar. ,,Við verðum síðan að ákveða hvað gerast skuli“ (,,Wir
müssen dann entscheiden was geschehen soll“), skrifaði Florin. Hann
gætti þess því vandlega, öfugt við það sem Jón Ólafsson fullyrðir
ítrekað, að leggja það ekki beinlínis til að komintern beitti sér gegn
stofnun Sósíalistaflokksins, heldur vísaði hann málinu í raun til
ákvörð unar yfirboðara síns (bls. 151, 154).7
þór whitehead178
6 enskur útdráttur úr upphaflegri grein Jóns sýnir þessa umbreytingu glöggt og jafn-
framt hvernig botninn datt úr þeirri grein: ,,Documents [raunar eitt document]
have been unearthed which show that this [stofnun Sósíalistaflokksins] aroused
little pleasure in the Comintern camp. one of the leaders of the organization …
suggested that action be taken to prevent the foundation of a new party“. Skaði
er að enskur útdráttur skuli ekki fylgja svari Jóns við gagnrýni minni, svo að
enskumælandi lesendur geti séð hvernig fullskapaður úlfaldi varð þar til úr
mýflugunni: Óánægja eins leiðtoga í ,,herbúðunum“ leiðir þar ekki aðeins til til-
lögu um aðgerðir, heldur verður að fullmótaðri afstöðu leiðtoga Kominterns, eins
og lýst var að ofan. (,,komintern gegn klofningi“, Saga XLV: 1 (2007), bls. 111.
Skáletranir höf.)
7 Lesendur geta sjálfir gengið úr skugga um þetta með því að líta á Vef. www.jon
olafs.bifrost.is. RGASPI. Wilhelm Florin til Georgis Dimitrovs, ágúst 1938 [afrit].
kaldhæðnislegt er í ljósi lýsingar Jóns á leiðtogahlutverki Florins að eitt
dæmi er um það, eins og ég nefndi í grein minni, að Florin reyndi að hafa áhrif
á meginstefnu kominterns í óþökk Dimitrovs. Hann beitti sér gegn samfylk-
ingarstefnu 1934 en var kúgaður til hlýðni ásamt samherjum sínum, sem sumir
guldu fyrir það með lífinu. (,,eftir skilyrðum kominterns“, bls. 41–42.) Síðar
hafði Florin horft upp á leynilögreglu Stalíns ,,brytja starfslið sambandsins niður
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 178