Saga - 2009, Blaðsíða 70
lögum við Dani og lýsa yfir sjálfstæði sínu. ef Danir mótmæltu
þeim aðförum átti þýskt herlið að ráðast inn í Danmörku. en í þakk -
lætisskyni fyrir þessa hjálp Þjóðverja áttu Íslendingar að beiðast
þess að fá þýskan þjóðhöfðingja til konungs yfir sig.49
Þótt ekki sé víst að allt þetta hafi komið fram í ákærubréfi Jóns
Dúasonar liggur fyrir að Jón Magnússon lagði lítinn trúnað á ásakanir
hans og íhugaði frekar að láta handtaka Guðbrand Jónsson vegna
gruns um njósnir fyrir Þjóðverja. Jón Dúason gaf sig hins vegar ekki
og fékk því framgengt að rannsóknarnefnd þriggja þingmanna tók málið
til meðferðar árið 1920. einar Arnórsson bar þá af sér sakir og aftur
ári síðar þegar franskt dagblað birti þá frásögn tíðindamanns síns í
Stokkhólmi að árið 1915 hefðu íslensk stjórnvöld verið þess albúin
að selja landið í hendur Þjóðverjum.50
Í Danmörku gerðu sumir því skóna að Guðbrandur Jónsson hefði
viljað „leika hlutverk „Jörundar hundadagakonungs““ og undir það
var tekið á Íslandi.51 Víst er að hann vildi stórefla tengsl Þýskalands
og Íslands en um leið verður að teljast öruggt að einar Arnórsson
var ekki viðriðinn nein landráð. Jónas Jónsson frá Hriflu var sá and -
stæðinga hans í stjórnmálum sem helst reyndi að halda ásökunum
um það á lofti en hafði vart erindi sem erfiði. Þær þóttu of fjarstæðu -
kenndar og einar mun lítinn skaða hafa hlotið af landráðabrigslun -
um.52 Aftur sýndi það sig að ásakanir um landráð voru ekki teknar
alvarlega á Íslandi. Gengisfelling landráðahugtaksins hélt áfram.
BlóðhundurinnHitlervarinníHæstarétti
Sunnudaginn 6. ágúst 1933 héldu kommúnistarnir eyjólfur Árnason
og Þóroddur Guðmundsson, auk Aðalsteins kristmundssonar (Steins
Steinarrs), í óleyfi inn á lóð þýska vararæðismannsins á Siglufirði.
Þar skáru þeir niður þýska hakakrossfánann sem hafði verið dreg-
inn að húni. Traðkað var á honum og Þóroddur lýsti því yfir að hann
guðni th. jóhannesson70
49 „Furðufréttir um Ísland“, Morgunblaðið 28. sept. 1921, bls. 1. Sjá einnig Örn
Helga son, Kóng við viljum hafa. Áform um stofnun konungdæmis á Íslandi (Reykjavík:
Skjaldborg 1992), bls. 26–80.
50 Sjá t.d. „Furðufréttir um Ísland“, bls. 1, og „Um „landráðin““, Alþýðublaðið 29.
sept. 1921, bls. 1.
51 „Landráðahvellurinn“, Morgunblaðið 29. sept. 1921, bls. 1, og „Um „landráðin““,
bls. 1.
52 J[ónas] J[ónsson], „„Landráðamálið““, Tíminn, 15. okt. 1921, bls. 120–122. Sjá
einnig Örn Helgason, Kóng við viljum hafa, bls. 65–70 og 79–80.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 70