Saga - 2009, Blaðsíða 71
væri í fullum rétti að rífa niður fána „blóðhundsins Hitlers“.53 Næstu
vikur og mánuði varð síðan skammt stórra högga á milli. Í septem-
ber skar verkamaður við Reykjavíkurhöfn niður hakakrossfána á
flutningaskipinu Díönu frá Þýskalandi en reyndar náði lögregla fán-
anum aftur eftir harðar ryskingar. Í nóvember heppnaðist róttækum
verkamönnum og kommúnistum svo að ræna hakakrossfána af öðru
skipi, Eider.54 Loks gerðist það í ársbyrjun 1934 að Þórbergur Þórðarson
beitt stílvopninu þannig að eftir var tekið. Í upphafi greinaflokks í
Alþýðublaðinu um „kvalaþorsta nasista“ líkti hann pyntingum „sad-
istans á kanslarastólnum þýska (þ.e. Hitlers)“ við píningar rann-
sóknarréttarins á sínum tíma.55
Mörgum andstæðingum kommúnista og jafnaðarmanna á Íslandi
ofbuðu þessar aðfarir, allt frá „svívirðingu“ hakakrossfánans á Siglufirði
til ummæla Þórbergs. Sama dag og fáninn var skorinn niður nyrðra
sendi Vinnuveitendafélag Siglufjarðar símskeyti til Hermanns Jónas -
sonar forsætisráðherra, „vegna árásar kommúnista á þýska þjóðern-
isfánann“, og hvatti til þess að þeir yrðu látnir sæta „þyngstu refs-
ingu“. Þar að auki yrði að „gera allar þær ráðstafanir sem auðið er
til þess að draga úr þeim alvarlegu afleiðingum sem tiltæki þetta
kann að hafa fyrir viðskipti vor við Þjóðverja“.56
Í Þýskalandi var traustur markaður fyrir síld, mjöl og lýsi og í
því ljósi má skoða þessi viðbrögð. Stjórnvöldum bar engin skylda til
að bregðast við en daginn eftir fór Günter Timmermann, ræðismaður
Þjóðverja á Íslandi, þess á leit við ríkisstjórnina að athæfið á Siglufirði
yrði rannsakað. Þá vaknaði skylda hins opinbera, samkvæmt 85.
grein hegningarlaganna um málshöfðun ef „stjórn sú eða sendiherra
sem í hlut á krefjast þess“. Rúmum mánuði síðar skipaði dómsmála -
ráðuneytið bæjarfógetanum á Siglufirði að höfða mál gegn þeim sem
svívirtu hakakrossfánann og fylgdi með bréf forsætisráðherra „þar
sem hann lýsir yfir því að þýska stjórnin krefjist málshöfðunar“.57
„þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ 71
53 Hæstaréttardómar 1935, bls. 95 (nr. 183/1934).
54 eyjólfur Árnason, „Í höggi við hakakrossinn haustið 1933“, Réttur 56:4 (1973),
bls. 241–246, og einar olgeirsson, Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar. Jón
Guðnason skráði (Reykjavík: Mál og menning 1983), bls. 70–74.
55 Þórbergur Þórðarson, „kvalaþorsti nazista“, Alþýðublaðið 6. jan. 1934, bls. 2.
56 ÞÍ. Stjr. Ísl. I. B/465/17. Vinnuveitendafélag Siglufjarðar til forsætisráðherra, 6.
ág. 1933. Sjá einnig „kommúnistar“, Morgunblaðið 8. ág. 1933, bls. 3 (forystu grein).
57 ÞÍ. Stjr. Ísl. I. B/465/17. Þýska ræðismannsskrifstofan á Íslandi til ríkisstjórnar Ís-
lands, 7. ág. 1933, og dóms- og kirkjumálaráðnueytið til bæjarfógetans á Siglufirði,
22. sept. 1933.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 71