Saga - 2009, Blaðsíða 119
megi ekki gleyma að helstu stjórnendur bankanna voru „mjög ungir
menn sem gjarnan höfðu litla sem enga reynslu utan íslenska fjár-
málakerfisins“,5 svo ungir og reynslulausir að Ármann Þorvaldsson
gantaðist með það við enskan blaðamann að „Icelandair væri eina
flugfélagið í heiminum þar sem litabókum væri dreift á viðskipta-
farrými“.6
eða á að rekja hrunið til „fautaskapar Breta, sem settu Seðlabankann
íslenska, fjármálaráðuneytið og Landsbankann á lista um hryðju-
verkasamtök, við hlið Talíbana og Al-kaída“, eins og Hannes Hólmsteinn
Gissurarson heldur fram, og nefnir sem eina af fjórum meginástæðunum
fyrir efnahagshruninu á Íslandi.7
eða eru þetta of sértækar skýringar? er nær að skýra hrunið með
því að vísa til heimskreppu, taumleysis, drambs, vangár, ofvaxtar,
einangrunar, lygi og bruðls, en þeim hugtökum varpar Guðni Th.
Jóhannesson fram í bók sinni um hrunið.8 Má rekja hrunið til landráða
af gáleysi,9 til átján ára í „álfheimum frjálshyggjunnar“,10 til sjálf-
tökusamfélagsins,11 þjóðrembu,12 til vogunarsjóða og erlendra fjölmiðla,
eða til öfundar og fjandsemi útlendinga?13
kannski er vænlegast að draga fram ákveðinn atburð og rekja sig
áfram frá honum? Á hvaða tímapunkti verður hrunið óumflýjan-
legt? Hefði verið hægt að afstýra því í septemberlok 2008 með því
að láta vera að þjóðnýta Glitni, eins og Ólafur Arnarson veltir fyrir sér
í bók sinni Sofandi að feigðarósi?14 eða voru endalokin óumflýjanleg
tveimur vikum fyrr, 15. september, eftir fall Lehmanbræðra? — líkt
vogun vinnur … 119
5 Sama heimild, bls. 224.
6 Ármann Þorvaldsson, Ævintýraeyjan, bls. 170–71.
7 Haukur S. Magnússon, „The Architect of the Collapse? – The Professor Professes“.
Viðtal við Hannes Hólmstein Gissurarson í The Reykjavík Grapevine 31. ágúst
2009, bls. 6. Sjá einnig Vef. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Viðtal í Grapevine“,
http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/939379/, sótt 5. október 2009.
8 Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið, bls. 362–363.
9 Sjá Vef. Ingólfur Gíslason, „Landráð af gáleysi“, Rafauga 17. október 2008,
http://rafauga.typepad.com/voff/2008/10/landráð-af-gáleysi.html, sótt 2.
desember 2008.
10 einar Már Guðmundsson, Hvíta bókin (Reykjavík: Mál og menning 2009), bls.
186.
11 Þorvaldur Gylfason, „Skrifleg geymd“, Fréttablaðið 8. október 2009, bls. 26.
12 Sverrir Jakobsson, „Að gera sig breiðan“, Fréttablaðið 7. október 2009, bls. 12.
13 Sjá t.d. Ármann Þorvaldsson, Ævintýraeyjan, bls. 207, 220 og 243.
14 Ólafur Arnarson, Sofandi að feigðarósi, bls. 221. Ármann Þorvaldsson er á sömu
skoðun. Sjá Ævintýraeyjan, bls. 218–221.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 119