Saga - 2009, Blaðsíða 95
Þarna er komið að kjarna málsins, sem er sá að við vissar aðstæður geta
hugmyndastraumar átt samleið sem undir öðrum kringumstæðum
takast á. Um aldamótin 1900 var frjálslynd stefna ríkjandi hugmynda -
fræði í landinu. Þar var gert ráð fyrir að í eðli sínu væru menn bæði
einstakir og ólíkir. Fólk hefði mismunandi eiginleika — ekki síst væru
konur ólíkar körlum — en sameiginlegt væri að hver einstaklingur hefði
rétt og skyldu til að þroska hæfileika sína eins og best yrði á kosið
og sérhver einstaklingur skyldi búa við raunveruleg mannréttindi
og einstaklingsfrelsi. Frelsi eins takmarkaðist eingöngu af því að eng-
inn hefði rétt til að skerða frelsi annarra.12
Aðrar félagshreyfingar í landinu á þessum tíma störfuðu á sömu
forsendum og kvenfélögin, þ.e. að hagur hvers einstaklings og sam-
félags færi saman. Takmarkið var fullvalda einstaklingar í fullvalda
landi. Hvergi var þessi samtvinnun augljósari en í öflugustu samtökum
aldamótaáranna 1900, Góðtemplarareglunni. Fyrsta stúkan var stofnuð
1884 og náðu stúkurnar fljótt mikilli útbreiðslu og höfðu mikil áhrif,
ekki síst á lagasetningu Alþingis um áfengismál.13 Samkvæmt boðskap
bindindisfólks var áfengissýki sjúkdómur sem hneppti bæði einstak-
linga og þjóðfélagið allt í fjötra andlegrar eymdar og efnalegrar fátæktar.
Almenn bindindissemi var talin forsenda þess að einstaklingar og sam-
félag öðluðust sjálfstæði og frelsi. Um aldamótin 1900 voru tæplega
4500 félagar í stúkunum, þar af um 1000 börn og unglingar.14
Sterkur samhljómur var ætíð milli íslenskrar kvennahreyfingar
og bindindishreyfingarinnar. Hlutur kvenna í stúkunum var um-
talsverður frá upphafi og þorri kvenna studdi málstað bindindis og
áfengisbanns. Árið 1895 sendu til að mynda 7.600 konur áskorun til
Alþingis um að leiða í lög vínsölubann. „Það er lang-stærsta undir-
skriftarskjal, sem til þingsins hefir komið“, sagði Björn Jónsson rit-
stjóri og alþingismaður í umræðum á Alþingi 1909.15
íslensk kvennahreyfing 95
ofin kvennabaráttu um allan heim og hefur orðið tilefni umfangsmikillar kenn-
ingasmíði í kvenna- og kynjasögu. Sbr. t.d. Judith M. Bennett, History Matters.
Patriarchy and the Challenge of Feminism (Philadelphia: University of Pennsylvania
Press 2006), einkum bls. 6–29.
12 John Stuart Mill, Frelsið (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2009), einkum
bls. 113–169.
13 Sjá nánar Svanur kristjánsson , „Ísland á leið til lýðræðis: Áfengislöggjöfin
1887–1909“, Saga XLIV:2 (2006), bls. 51–89, einkum bls. 69–72.
14 Brynleifur Tóbíasson, Bindindishreyfingin á Íslandi (Akureyri: Stórstúka Íslands
1936), bls. 84.
15 Sjá Svanur kristjánsson, „Leið Íslands til lýðræðis: Áfengislöggjöfin 1887–1909“,
bls. 57.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 95