Saga - 2009, Blaðsíða 98
settu kvenfrelsi í öndvegi var yfirleitt um að ræða samhent hjón, sem
unnu saman að því að byggja upp betra þjóðfélag sem ætti að ein-
kennast af raunverulegu jafnrétti karla og kvenna. Fremst í þessum
flokki voru Theodóra Thoroddsen og eiginmaður hennar Skúli.23
Áþreifanlegasti árangur hinnar nýju kvenfrelsisbaráttu var kvenna-
framboð til bæjarstjórnar í byrjun árs 1908 sem fékk mesta fylgi
framboða. Fjórar konur tóku sæti í bæjarstjórn, þar á meðal hinn
öflugi leiðtogi Bríet Bjarnhéðinsdóttir. og fleira bar til tíðinda í stjórn-
málum þetta ár sem snerti framgang kvenfrelsisbaráttunnar:
Heimastjórnarflokkurinn, með ráðherra Íslands, Hannes Hafstein, í
broddi fylkingar, beið mikinn og niðurlægjandi ósigur fyrir nýstofnuðum
Sjálfstæðisflokki, sem sótti fylgi sitt og styrk til alþýðuhreyfinga þar
sem karlar og konur unnu saman. Þá var áfengisbann samþykkt í
þjóðaratkvæðagreiðslu og síðan á Alþingi þrátt fyrir harða andstöðu
Hannesar og hópsins í kringum hann. Í þinginu vísuðu bannmenn
gjarnan til þess að konur styddu bann einum rómi.24
Hinn pólitíski armur kvennahreyfingarinnar hélt áfram að sækja
fram með góðum árangri eftir 1908. Árið 1911 markaði tímamót. Þá
samþykkti Alþingi lög um jafnan rétt kvenna sem karla til embætt-
isnáms lækna, lögfræðinga og presta sem og til námsstyrkja og opinberra
embætta. eini ágreiningurinn í þinginu laut að því hvort konur ættu
að fá að gegna prestsembætti. Sú tillaga var studd í neðri deild með
18 atkvæðum gegn fjórum en í efri deild var frumvarpið samþykkt ein-
róma. Sama þing samþykkti einnig þingsályktunartillögu þess efnis
að konur skyldu hafa kosningarétt og kjörgengi í Alþingiskosningum
til jafns við karla.
Í baráttu sinni fyrir kvenfrelsi beitti kvennahreyfingin tvíþættri
aðferð: annars vegar að byggja upp eigin stjórnmálahreyfingu, sem
m.a. bauð fram og fékk 1908–1910 kjörna fulltrúa í bæjarstjórn í
Reykjavík, Akureyri og Seyðisfirði.25 Hins vegar var kvennahreyf-
svanur kristjánsson98
och modernitet 1840–1940. Ritstj. Jørgen Lorentzen og Claes ekenstam (Hedemora:
Gidlunds Förlag 2006), bls. 229–258. — Gunnar karlsson, „Um kvenréttinda-
vilja íslenskra sveitakarla á 19. öld“, Fléttur II. Kynjafræði — Kortlagningar. Ritstj.
Irma erlingsdóttir (Reykja vík: RIkk 2004), bls. 229–258.
23 Sbr. t.d. Jón Guðnason, Skúli Thoroddsen. Síðara bindi (Reykjavík: Heimskringla
1974), einkum bls. 324–342.
24 Sjá nánar Svanur kristjánsson, „Ísland á leið til lýðræðis: Frá kvenfrelsi og frjáls-
lyndi til feðraveldis“, bls. 88.
25 Auður Styrkársdóttir, Kvennaframboðin 1908–1926 (Reykjavík, án ártals), einkum
bls. 42–44.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 98