Saga - 2009, Blaðsíða 135
þeirrar hugmyndafræði sem snerist fyrst og síðast um innan-
tóma auðsöfnun og neyslu, dæmdi sig sjálfkrafa úr leik í huga stórs
hluta þjóðarinnar.67
Útrásarvíkingarnir voru hetjur í íslensku samfélagi um árabil og al-
menningur vildi fá að taka þátt í ævintýrinu. Í nafni hugmynda fræð -
innar keypti fjöldi fólks strax á fyrstu árum „frelsisvæðingarinnar“ hluta-
bréf í erlendu knattspyrnuliði og í erfðagreiningarfyrirtækinu deCode
á uppsprengdu verði. og menn létu sér ekki segjast þegar báðar þess -
ar séríslensku bólur sprungu í kringum aldamótin síðustu. Þús undir
Íslendinga helltu sér þvert á móti út í enn meiri hlutabréfa viðskipti,
húsnæðisbrask, bílakaup og almenna neyslu. Alltof margir gerðu
þetta út á krít og breyttu sér þannig í vogunarsjóði sem tútnuðu út meðan
allt lék í lyndi, en skildu þá eftir nánast gjaldþrota þegar óumflýjan-
legt hrunið kom.
Bankarnir bera að sjálfsögðu mikla ábyrgð, enda dældu þeir fyrir -
hyggjulítið út lánsfé nánast til hvers sem eftir því óskaði. Þó ber að var -
ast að svipta þá sem tóku lánin sjálfræði, þótt einna helst líti út fyrir
að lántakendur fari fram á slíkt þessa dagana þegar þeir segjast ein-
faldlega hafa verið blekktir og að þeir beri enga ábyrgð á eigin gjörðum.
eins og Roger Boyes bendir á áttu lántakendur og lánveitendur á Ís -
landi það sameiginlegt að hefja upp falska hugmynd um Ísland.68
Þeir einstaklingar sem nú eru verst settir eru gjarnan þeir sem beittu
sömu aðferðafræði og bankarnir — og sýndu sama fyrirhyggjuleysið.
ofurskuldsetning heimilanna er aðeins smærri mynd af þeirri skuld-
setningarhagfræði sem byggði upp veldi útrásarvíkinganna. Það er
því vafasamt að ganga eins langt og einar Már Guðmundsson gerir
í því að losa íslenskan almenning undan ábyrgð fjármálahrunsins. Í
gagnrýni sinni á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn segir hann það vera „hlut-
verk þessara aðþjóðlegu stofnana að varpa ábyrgð auðstéttarinnar
yfir á íslenskan almenning, fólkið, skrílinn, yfir á börnin okkar, barna-
börnin og barnabarnabörnin“.69
Fjölmiðlafræðingurinn og blaðamaðurinn Íris erlingsdóttir, sem
m.a. skrifar pistla á Huffington Post og í Minneapolis Star Tribune, varar
eindregið við þeim hvítþvotti sem íslenskur almenningur hefur
vogun vinnur … 135
67 Guðni elísson, „Veröld sem var“, Lesbók Morgunblaðsins 25. október 2008, bls.
2.
68 Roger Boyes, Meltdown Iceland, bls. 93.
69 einar Már Guðmundsson, Hvíta bókin, bls. 86. Með þessum orðum mínum er
ég á engan hátt að réttlæta starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins né heldur að
draga úr ábyrgð auðstéttanna.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 135