Saga - 2009, Blaðsíða 51
það er ótrúlega auðvelt að endurvinna gamlar frásagnir — að gera
þær að sögum sem eru sértækari og ekki jafn framfaramiðaðar (e.
whiggish) en samt sem áður grípandi. Í raun verður stórsaga miðalda-
sögunnar skiljanlegri þegar konur eru að fullu teknar með í reikn-
inginn. Sagan verður betri, samfelldari og meira grípandi. Þannig
hefur hið langvinna femíníska verkefni að ögra stórsögum í raun
gert þær betri og sterkari.
EHH: Í History Matters ræðir þú kynjað eðli sagnfræðinnar (karllegt) og
bendir á að „sumar raddir heyrist betur en aðrar“. Telur þú að kvenna-
sögufræðingar mæti enn fjandsamlegu viðhorfi í sagnfræðideildum?
JB: Já, ennþá „fjandsemi“, eins og þú nefnir það, og það er mitt mat
að þetta eigi við alls staðar þótt það sé kannski fremur í evrópu en
Bandaríkjunum. en ég set þrjá fyrirvara. Í fyrsta lagi tel ég að flestar
konur standi frammi fyrir erfiðum vinnuaðstæðum þannig að vanda-
málin sem femínistar horfast í augu við innan háskólasamfélagsins eiga
ekki bara við um okkur. Í öðru lagi eru vandamálin breytileg eftir
sviði, aldri, stöðu, kynþætti, kynhneigð og svo framvegis. Það væru
mistök að halda að fjandsamleg viðhorf beindust eingöngu að konum.
Í þriðja lagi, þetta er ekki bara persónulegt ergelsi. Ég hef átt dá-
samlegan feril, að ýmsu leyti verið heppin og stundum verið hjálpað
af karlmönnum. en jafnvel sá sem hefur notið velgengni á borð við
mína rekst utan í þessa almennu innbyggðu karllægni háskólasam-
félagsins, einkum sagnfræðinnar. Það er mikilvægt að ungir sagn -
fræðingar viti að þegar þeir „rekast á“ eða mæta „fjandsemi“ er það
ekki þeim að kenna. Bók Bonnie Smith Gender of History, dásamleg
bók, hjálpaði mér að sjá mína eigin reynslu í stærra samhengi, að sjá
hvernig fagsvið okkar hefur verið og er enn svið þar sem karlmennskan
ræður ríkjum (e. masculinist field).18 Á undarlegan hátt varð þessi
sorglega saga Bonnie um sagnritun til þess að mér leið betur. Ég áttaði
mig á að hindranirnar snerust frekar um gríðarstór málefni en sjálfa
mig.
sagnfræðin, femínisminn og feðraveldið 51
“master” master narratives, or, as I prefer to put it somewhat tongue-in-cheek,
we should “mistress” them.“ Íslenskt mál leyfir ekki sams konar orðaleik.
Bennett fjallar um þetta í kafla 7 í History Matters.
18 Bonnie G. Smith, The Gender of History. Men, Women, and Historical Practice
(Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1998).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 51