Saga - 2009, Blaðsíða 173
Ein eða með öðrum
Þegar litið er á þann gríðarlega vanda sem íslenskt samfélag glímir
við virðist undarlegt hversu mikið rými Icesave-deilan hefur fengið
í íslenskum stjórnmálum og opinberri umræðu á síðustu mánuðum.40
Alþingi eyddi mörgum vikum af dýrmætum tíma sínum sumarið
2009 í að ræða ríkisábyrgð á Icesave-skuldinni, þar sem hnútur flugu
í þingsal og í fjölmiðlum með brigslum um svik við þjóðina og landráð
af ýmsum toga. Ég finn einkum tvær skýringar á því hvers vegna
Icesave-deilan hefur notið jafn mikillar athygli og raun ber vitni — fyrir
utan þá augljósu staðreynd að gríðarlegir fjármunir eru í spilinu. Í
fyrsta lagi hefur deilan snúist um það hvernig línur eru dregnar á
milli saklausra fórnarlamba efnahagshrunsins og hinna sem teljast
eiga sök á því. Að þessu leyti er hún barátta um skilgreiningar á hug-
tökunum „við“ (sem enga ábyrgð berum á „pakkanum“) og „hinum“
(andstæðingum „okkar“). Deilan er því hluti innra uppgjörs á Ís -
landi, þar sem forkólfar í viðskiptalífinu, stjórnmálamenn, forstöðumenn
opinberra stofnana, fræðimenn o.s.frv. reyna að skilgreina sekt og
ábyrgð hópa og einstaklinga á falli bankanna. Þessi umræða er ein-
hvers konar blanda af gagnrýni á framferði annarra og afsökunum á
eigin hegðun, og skiptir sem slík fyrst og fremst máli fyrir það hvernig
saga tímabilsins verður skrifuð í framtíðinni.
Í öðru lagi fellur Icesave-deilan fullkomlega að hefðbundinni
söguskoðun Íslendinga, enda hefur dæmum úr fortíðinni óspart verið
flaggað til að skýra hegðun íslenskra stjórnmálamanna eða viðhorf út-
lendinga til „okkar“. Deilan, eins og stór hluti Íslendinga skilur hana,
er enn einn áfanginn í baráttu „okkar“ við óbilgjarna útlendinga,
sem hafa það helst að markmiði að beygja Íslendinga undir vilja sinn
og sölsa undir sig auðlindir þjóðarinnar. Í slíkum átökum má hvergi
víkja frá hagsmunum „okkar“, því að allt annað eru svik við heil-
agan málstað sjálfstæðisbaráttunnar. Því virðist stór hluti Íslendinga,
ef ekki skýr meirihluti, frekar vilja hafna öllu efnahagssamstarfi við
umheiminn en að ganga að kröfum „hinna“ í Icesave-deilunni.
Í raun snýst deilan því ekki aðeins um þá milljarða sem okkur Ís-
lendingum er gert að greiða með Icesave-samningnum, heldur einnig
um sögulega orðræðu, eða pólitíska heimsmynd sem mótast af sögu-
legum „minningum“. Í opinberri umræðu á Íslandi virðist lítið hafa
hver erum við? 173
40 Sbr. Stefán Ólafsson, „Icesave er 15 prósent af vandanum“, Fréttablaðið 9. okt.
2009, bls. 20.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 173