Saga - 2009, Blaðsíða 177
Morgunblaðsins, þótt ljóst sé að hann snýr merkingu þeirra við, eins
og hér má enn sjá af tilvitnun neðanmáls.4 Flestir lesendur Sögu vita
mætavel að enginn aðili á Íslandi hélt því fastar fram en Morgunblaðið
að Sósíalistaflokkurinn hefði starfað eftir fyrirmælum frá Moskvu
allt frá stofnun hans. Hvað segir það þá um vinnubrögð og álykt-
unarhæfni fræðimanns sem kallar „Moggann“ til vitnis um að flokk-
urinn hafi verið stofnaður í andstöðu við komintern?
Þrátt fyrir allt virðist Jón þó hafa áttað sig á því að lítið hald væri
í þeim vísbendingum sem hann þóttist hafa fundið til stuðnings full-
yrðingu sinni um þessa andstöðu. en í stað þess að gangast við því
og endurskoða niðurstöðu sína um sögulegt mikilvægi minnisblaðsins,
kýs Jón óvænt að láta svo heita í svargrein sinni að gagnrýni Florins
á stofnun Sósíalistaflokksins jafngildi andstöðu Alþjóðasambandsins
við hana. Florin hafi verið ,,einn af pólitískum leiðtogum sambandsins“
og haft ,,áhrif á stefnumótun þess sem slíkur“ (bls. 150–151, 155–157).
Hér neyðist Jón, þvert á fyrri og yfirvegaðri skrif sín, til að blása lífi
í þá goðsögn að í komintern hafi kommúnistaflokkar heimsins unnið
saman í anda alþjóðahyggju undir stjórn sjálfstæðra ,,leiðtoga“, sem
mynduðu sameiginlega framkvæmdastjórn. Stalín hafði þó, eins og
fyrir löngu er viðurkennt í fræðaheiminum, gert komintern að anga
af pýramídalöguðu ríkisvaldi sínu um leið og hann gerðist einvaldur
Sovétríkjanna. ,,en frá og með 1937 höfðu forystumenn sambands-
ins ekki annað hlutverk en hlýða fyrirmælum hans [Stalíns] og leyni-
lögreglunnar,“ sagði Jón Ólafsson í bókinni Kæru félagar.5 Sannast
þar enn að oft er engu líkara en tveir menn með gjörólík sjónarmið tak-
ist á í verkum Jóns.
Nú er það út af fyrir sig umhugsunarefni hvernig Jón ályktar að
,,einn af pólitískum leiðtogum sambandsins“ hafi getað tekið ákvörð -
un fyrir þá alla. en áður en við er litið gengur Jón lengra og staðhæfir
að minnisblaðið sanni að ,,leiðtogum sambandsins“ hafi komið saman
eitt minnisblað og óraunveruleiki … 177
kominterns, þótt augljóslega megi gefa sér að engin kveðja sé að minnsta kosti ekki til
marks um stuðning sambandsins. … Í athugasemdinni er gefið í skyn að það kunni
að skipta máli hvaðan kveðjurnar komu [til flokksþings Sósíalistaflokksins] án þess
að nokkuð sé fullyrt um það. Ég bendi hins vegar á að Morgunblaðið hafi tekið það
fram um flokksstofnunina að línan hafi verið sótt til Stokkhólms.“ (,,Raunveruleiki
fortíðar og eitt minnisblað“, bls. 156–157. Skáletranir höf.)
4 Morgunblaðið sagði: ,,einar olgeirsson les nú upp 3 símskeyti … eitt frá Moskvaliðinu
í Danmörku, annað frá Moskvaliðinu í Svíþjóð (þangað var línan sótt nú) …“.
(,,Stofnþing“ 25. október 1938.)
5 Jón Ólafsson, Kæru félagar. Íslenskir sósíalistar og Sovétríkin 1920–1960 (Reykjavík:
Mál og menning), bls. 107.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 177