Saga - 2009, Blaðsíða 141
átt velgengni og vöxt íslenska fjármálakerfisins. orð eins og dirfska,
máttur og þor hafa átt upp á pallborðið, svo ekki sé minnst á mynd-
mál sem sótt er í heim víkinga, eins og útrás og strandhögg svo aðeins
algengustu klisjurnar séu nefndar.81 Í skýringum á hruninu hafa
menn einnig beitt gamalkunnum hugtökum eins og oflæti og hefnd-
arþorsta82 og endalokin hafa verið túlkuð í dramatísku ljósi. Hannes
Hólmsteinn Gissurarson grípur í þessum tilgangi til upphafins vík-
ingamyndmáls þegar hann lýsir falli Björgólfs Guðmundssonar sem
„hneig fjárhagslega í valinn í bankahruninu mikla og lá óvígur“.83
en saga íslenska efnahagshrunsins er á köflum einnig grátbros-
leg og sú túlkunarleið virðist gjarnan ofan á þegar erlendir grein-
endur fjalla um hrunið84 sem og hörðustu gagnrýnendur útrásar-
innar meðal íslensku þjóðarinnar. Fallnar hetjur dramatísku hefðar-
innar stíga nú aftur fram ummyndaðar í skopskældu ljósi nýrrar frá-
sagnaraðferðar. Jónas kristjánsson ritstjóri, sem gengur kannski
manna lengst í þessari sögutúlkun, lýsti Björgólfsfeðgum svo í al-
ræmdri umsögn aðeins tveimur dögum eftir hrunið: „Bjöggarnir eru
horfnir, flúnir af velli og það fór vel. Um árabil hafa þeir gert sig
breiða í samfélaginu. Þóttust vera guðir og galdramenn. Faðirinn
spásseraði um í skrítnum búningi, sem minnti á melludólg í Berlín
fyrir 75 árum“.85 Hvort sem lesendur kjósa túlkunarleið Hannesar
Hólmsteins eða Jónasar kristjánssonar (eða einhverja þriðju leið),
skilur sérhver þá merkingarauka sem búa í myndmáli beggja og
hvernig það mótar veruleikasýnina alla.
Hvað sem greiningarleið Jónasar líður, hlýtur að teljast varasamt
að beita útbelgdri orðræðu hagvaxtaráranna á veruleika hrunsins,
vogun vinnur … 141
81 orðaforði útrásarvíkinga var reyndar alltaf fremur fátæklegur og sýndi ekki
næma tilfinningu fyrir fornri arfleifð, a.m.k. ef orðfæri þeirra var borið saman
við sambærilegar hugleiðingar Guðmundar Finnbogasonar, Jakobs Jóhannessonar
Smára og Björns Bjarnasonar frá Viðfirði frá því á fyrstu áratugum síðustu aldar.
82 Sjá t.d. greiningu Rogers Boyes á átökum Davíðs oddssonar og Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar í Meltdown Iceland, bls. 59–77.
83 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Strákur í stórri ætt“, 21. október 2009. Sjá
Vef. http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hannes/strakur-i-storri-aett,
sótt 22. október 2009.
84 Sjá t.d. frétt Simon Nyborg, „Tragikomisk kaupthing-video: Vi tænker ikke nor-
malt“ frá 23. ágúst 2009. Sjá Vef. http://www.business.dk/article/20090823/
break/90821102/, sótt 20. október 2009.
85 Jónas kristjánsson, „Bjöggar flúnir af velli“, 8. október 2008. Sjá Vef. http://www.jo-
nas.is/greinar/greinarl.Lasso?radaeftir=dagsetning&rodun=descending, sótt
21. október 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 141