Saga - 2009, Blaðsíða 104
Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur hefur lýst sameiginlegum mál-
efnagrunni íslenskra kvennasamtaka á þessum árum svo:
Undirtónn baráttunnar var ávallt þung gagnrýni á ríkisvaldið
og þjóðfélagið allt. konur áttu að láta til sín taka til þess að
breyta, og þær áttu að gera það sem virkir þátttakendur á öllum
sviðum, sem kjósendur, þingkonur, embættiskonur, á vinnu-
markaði og alls staðar þar sem því yrði við komið. Markmiðið
var að skapa nýja veröld — veröld, þar sem allir ættu hlutdeild
í ákvarðanatöku. Um þetta voru flestar kvenréttindakonur og
samfélagslega sinnaðar konur sammála á tímum gömlu kvenna-
baráttunnar. Þær greindi auðvitað stundum á um leiðir.36
Frá sjónarhóli þessarar hugmyndafræði var því endurreisn einok-
unar karla á öllum valdastöðum í samfélaginu í hrópandi mótsögn við
drauminn um lýðræðisþjóðfélag, þar sem konur jafnt sem karlar
tækju virkan þátt í að móta lífsskilyrði sín og framtíð. Nærvera kvenna
í valdastöðum var nauðsynleg til að breyta forgangsröðun í stjórn-
málum. Ástæðan var sögð sú að konur hugsuðu yfirleitt um hag
heildarinnar en karlar í valdastöðum væru fastir í viðjum sérgæsku,
framapots og gagnkvæmrar fyrirgreiðslu. Því var óhugsandi fyrir
sérhverja konu innan kvennahreyfingarinnar að konum væri ýtt til hliðar
á opinberum vettvangi.
Ljóst virðist að frumkvæðið að framboði sérstaks kvennalista við
landskjörið 1922 kom frá Ingu Láru Lárusdóttur, ritstjóra kvennablaðsins
19. júní. kristín Ástgeirsdóttir lýsir afstöðu hennar til þróunar í stjórn-
málaþátttöku kvenna á þessum tíma svo: „Það fór heldur ekki á milli
mála að Ingu Láru var heitt í hamsi miðað við skrif hennar í 19. júní.
Henni fannst brýnt að konur létu ekki þagga niður í sér og þær yrðu
að grípa til sinna ráða. Úr því ekki tókst að halda konu inni í bæjar-
stjórn Reykjavíkur mátti alveg eins beina sjónum að nýjum vettvangi,
sjálfri löggjafarsamkundunni.“37 Á þessum árum voru þingmenn 42,
þar af 32 kosnir í einmennings- og tvímenningskjördæmum og fjórir
með hlutfallskosningum í Reykjavík. Forysta kvennahreyfingarinnar
taldi ekki mikla möguleika fyrir sérframboð kvenna í slíkum kjör-
dæmum. Hins vegar voru sex þingmenn kjörnir í landskjöri með
hlutfallskosningum. Í landskjöri var landið allt eitt kjördæmi og hæg-
svanur kristjánsson104
36 Auður Styrkársdóttir, „Mæðrahyggja. Frelsisafl eða kúgunartæki?“, Íslenskar
kvennarannsóknir. Ritstj. Helga kress og Rannveig Traustadóttir (Reykjavík:
Rannsóknastofa í kvennafræðum 1997), bls. 275.
37 kristín Ástgeirsdóttir, „kvennalistinn og landskjörið 1922“, bls. 83.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 104