Saga - 2009, Blaðsíða 60
sinni smánarlegu lygitungu til minnilegrar smánar og fyrirlitningar“.
Jón var einnig dæmdur til að kagstrýkjast og var það gert svo ræki-
lega að hann lét lífið. Refsingin skyldi verða öðrum til viðvörunar
en 15 árum síðar var annar maður, Jón Hreggviðsson, einnig fund-
inn sekur um að hafa haft uppi smánarorð um konung og skyldi
hann líða „stórkostlega húðlátsrefsingu“.16 ekki beið hann þó bana
af því.
konungsvaldið hafði eflst enn frekar þegar einveldi komst á í
Danmörku árið 1660 og tveimur árum síðar á Íslandi. Um leið fyrir-
skipaði hinn nýi einvaldskonungur Friðrik III að lögin í Danaveldi,
sem voru um margt á reiki og ólík eftir landshlutum, skyldu end-
urskoðuð og samræmd. Árið 1683, í valdatíð kristjáns V, urðu því til
Dönsku lög sem svo voru nefnd, ný lögbók fyrir danska hluta kon-
ungdæmisins. Árið 1687 tók keimlík lögbók — Norsku lög — gildi í
Noregi og ári síðar bauð konungur biskupum og lögmönnum á Ís landi
að semja einnig nýja lögbók fyrir Ísland. Drög voru samin en þar við
sat og þrátt fyrir fleiri tilmæli frá kaupmannahöfn fram eftir átjándu
öld fór svo að „Íslensku lög“, ef svo má segja, urðu aldrei til.17
Í raun ríkti því glundroði og óvissa um það hvaða lög væru í gildi
á Íslandi. Frá upphafi 18. aldar mátti finna mörg tilvik þess að dæmt
væri eftir Norsku lögum hérlendis þó að Jónsbók ætti enn að heita
lögbók Íslendinga. Þar að auki hafði lengi verið óljóst hvaða lagaboð
sem sett höfðu verið í Danmörku giltu einnig hér á landi. Frá árinu
1732 voru ýmsir kaflar Dönsku og Norsku laga svo lögfestir á Ís landi
með sérstökum tilskipunum.18 Landráðabálkur þeirra var ítarlegur.
Hann var að finna í fjórða kafla sjöttu bókar þeirra og grimm viður-
lög voru við því að reyna að steypa konungi af stóli, myrða hann eða
fjölskyldu hans, smána þau eða móðga: „Hver sem lastar kónginn
eður drottninguna þeim til niðrunar, eður sækir eftir þeirra eður
þeirra barna lífi, hafi fyrirgjört æru, lífi og góssi; hans hægri hönd
verði honum lifandi afhöggvin, líkaminn sundurpartaður og lagður
á hjól og steglur, og höfuðið ásamt með hendinni setjast upp á stjaka.“19
guðni th. jóhannesson60
16 Sama heimild, bls. 419–420 og 429–430.
17 Sjá t.d. Páll Sigurðsson, Lagaslóðir. Greinar um lög og rétt (Reykjavík: Háskólaútgáfan
2005), bls. 401–405.
18 Sjá t.d. sömu heimild, bls. 408–413.
19 Kongs Christians Þess Fimta Norsku Løg: a Islensku Utløgd (Hrappsey 1779), d.
663–664. Sjá einnig Ditlev Tamm, „Majestætsforbrydelsen i Danske Lov“. Danske
og Norske Lov i 300 år. Ritstj. Ditlev Tamm (kaupmannahöfn: Jurist- og Økonom -
forbundet 1983), bls. 641–675.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 60