Saga - 2009, Blaðsíða 43
ófaglegir eða er það óttinn við að hræða karlkyns kollega?9 en
umræðurnar snerust líka um stöðu kvenna- og kynjasögu innan
sagnfræðinnar, um kynslóðabil kvenna- og kynjasögufræðinga og
hvaða áhrif það hefði á það hvernig þær upplifa fræðaheiminn og
stöðu sína innan hans, um l-orðið í kvennasögunni og hvort hugtakið
„lesbíu-líkt“ (e. lesbian-like) sem Bennett notar í áðurnefndri bók, og
hefur gert í fyrri skrifum sínum, sé yfirhöfuð nýtilegt í rannsóknum
á sögu samkynhneigðra eða á „lesbíu-líkri“ hegðun.10 og svo voru
auðvitað umræður um ágæti feðraveldishugtaksins.
Ég byrja á að spyrja Bennett hvers vegna hún telji hugtakið feðraveldi
gagnlegt greiningartæki í kvennasögu, ekki síst vegna þess að ýmsir telja
það gamaldags og gildishlaðið. Og hvernig ættum við að nota það?
Bennett: Það er einföld ástæða fyrir því hvers vegna feðraveldishug-
takið er enn gagnlegt: Það skerpir hugann á undursamlegan hátt og
auðveldar okkur að dvelja í innsta kjarna hins femíníska verkefnis.
Hugtakið „feðraveldi“ hjálpar okkur að muna að femínismi snýst ekki
aðeins um það að vera sterkar konur eða stoltar konur — hann snýst
um að uppræta þær hindranir, formgerðir og hugmyndir sem hafa
meðhöndlað konur, og gera enn, sem eitthvað sem ekki er fullkom-
lega mennskt (e. fully human). Við þörfnumst þessa hugtaks núna vegna
þess að við höfum ekkert annað hugmyndakerfi sem hentar jafn vel
til að setja kynja-/kyngervismisrétti í hugsun og samhengi. og ef við
víkjum að því hvernig við notum það þá er það breytilegt eftir því að
hverju við vinnum, en ég myndi segja að sagnfræðingar geti notað
feðraveldi — og einnig hugmynd mína um jafnvægi feðraveldisins —
til þess að reyna að afhjúpa ýmsar sögur um það hvernig kynjamis-
rétti hefur breyst, dafnað, aðlagast og lifað af. Það að þekkja þessar
sögur mun svo hjálpa femínistum við að leggja drög að betri framtíð.
sagnfræðin, femínisminn og feðraveldið 43
9 Notorious Ph.D., Girl Scholar, „Should Politics be Historical? Should History
be Political“, sjá http://girlscholar.blogspot.com/2009/03/should-politics-be-
historical-should.html.
10 Með hugtakinu „lesbian-like“, sem Bennett kynnti fyrst árið 1990, reynir hún
að setja fram víðari skilning á nánum samböndum eða hegðun kvenna í fortíðinni
sem sagnfræðingar vita ekki almennilega hvort rétt sé eða hægt að skilgreina sem
samkynhneigðar. eins og fram kom í meginmáli eru skiptar skoðanir um ágæti
þessa en áhugasamir geta lesið meira um þetta efni í History Matters, kafla 6.
einnig má benda á úrval greina í áðurnefndri bók Sue Morgan, The Feminist
History Reader, bls. 203–270, og bls. 19–26 í inngangi Morgan.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 43