Saga - 2009, Blaðsíða 148
að varðveislu og kynningu á bóklegum minjum fortíðar, svo að allir
hafi nú aðgang að þeim án hindrunar. Þrjátíu viðurkenningar voru
veittar í ár og má úr nútímanum nefna dagbók Önnu Frank, fjöl-
breytileg gögn úr hinu illræmda fangelsi Tuol Sleng í kambódíu
árin 1975–1978 og ljósmyndir af mannlegri keðju sem var mynduð
í eistlandi, Lettlandi og Litháen 23. ágúst 1989. Af verkefnum sem líkj-
ast handritasafni Árna Magnússonar eru fjögur elstu eintökin af
enska skjalinu Magna Carta frá 1215, þrjú elstu handrit hinna þýsku
Niflungaljóða og alfræðibók um lækningar sem var færð í letur í
kóreu árið 1613.2
ekki er vikið að framtíðarsýn í tillögu Árnastofnana til UNeSCo,
enda ekki til þess ætlast, en ritraðir á þeirra vegum eru nefndar og
tekið fram að unnið sé að stafrænni útgáfu texta, að ætla má fyrir
veraldarvefinn.3 ekki virðist því verkefni þó miða neitt að ráði ef
marka má það litla sem aðgengilegt er á vefslóð samstarfsvettvangs
sem kallast Medieval Nordic Text Archive (Menota). Þar eru nú
kringlutexti Heimskringlu í afriti Ásgeirs Jónssonar um 1700 (AM
35 fol., AM 36 fol., AM 63 fol.), Jöfraskinnutexti sama ritverks í norsku
ágripi frá miðri 16. öld (AM 37 fol.), Wormsbókartexti Snorra eddu
(AM 242 fol.), Alexanders saga (AM 519 a 4to), Völuspá eftir Hauksbók
(AM 544 4to) og konungsbók (GkS 2365 4to), brot úr fornri lækn-
ingabók (AM 655 XXX 4to), Strengleikar (DG 4-17), Ólafs saga helga
(DG 8 II), Barlaams saga og Jósafats (Stock. perg. 6 fol.) og Tómas
saga erki biskups (Stock. perg. 17 4to).4 Þrennt torveldar aðgengi
áhugafólks að þessum textum:
— Aðeins Alexanders saga, lækningabókarbrotið og annar Völu -
spártextinn fást með samræmdum (e. normalized) texta og jafnvel þar
er ekki farið nógu langt í átt til íslenskrar nútíðarstafsetningar. Hinir
textarnir eru ýmist stafréttir (e. diplomatic) eða bandréttir (e. facsi-
mile). Lítil skemmtun er að stafa sig fram úr þeim ósköpum þótt
vissulega sé gagn að slíkum frágangi fyrir fræðimenn ýmissa teg-
unda. Sumum þessara texta fylgir afar fullkomin orðabók með orð -
már jónsson148
2 Um þetta má lesa á vefslóð UNeSCo: www.unesco.org/webworld/fr/mow-
register-2009, síðast skoðuð 5. október 2009 og á það við um allar vefslóðir sem
hér er vísað til.
3 Memory of the World. The Arnamagnæan Collection. Undir skrifa Vésteinn Ólason
og Matthew James Driscoll, sjá portal.unesco.org/ci/fr/files/26910/12120734313
Arnamagnaean.pdf/Arnamagnaean.pdf. Um ritraðir og vefútgáfur, sjá bls. 8.
4 Forsíða verkefnisins er menota.org en skrá og textar á gandalf.uib.no:8008/cor-
pus/menota.xml.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 148