Saga - 2009, Blaðsíða 182
enn stangast fullyrðingar Jóns á við bók hans, þar sem segir að
eftir kosningasigur flokksins 1937 hafi mikilvægi hans í augum
komint ernforystunnar vaxið svo mjög að hann hafi loks staðið jafn-
fætis öðrum evrópskum bræðraflokkum. Æðstu foringjar sambandsins,
þ.á m. Dimitrov, hafi gefið sér tíma til þess, þegar ógnaræðið í Moskvu
var hvað verst, að setjast saman í nefnd til að gefa flokknum fyrir-
mæli í samfylkingarmálum.13 Nú er ljóst að 1938 hafði flokkurinn
stór aukið mikilvægi sitt; áðurnefndir foringjar höfðu allir lifað ógnar -
æðið af og það var fremur í rénun. Samt á sambandið, sem hafði fyrir -
hugað einum helsta foringja kommúnistaflokks Íslands þræla búðavist
fyrir andóf við Moskvulínuna 1934 og aldrei þolað minnstu frávik frá
henni, að hafa horft upp á Íslandsdeildina hverfa úr sambandinu án
þess að hafa mátt í sér til að koma andstöðu sinni á framfæri.
Þessi niðurstaða Jóns um lömun sambandsins fellur um sjálfa sig,
þar sem það liggur fyrir að í minnisblaðinu gerði Florin Dimitrov
grein fyrir þremur leiðum sem komintern hefði til að senda símskeyti
eða bréf til íslenskra kommúnista, svo sem Jón lýsti samviskusam-
lega í upphaflegri grein sinni. eiga lesendur að trúa því að svo mjög
hafi dregið af komintern, frá því að Florin lýsti þessum boðleiðum í
minnisblaðinu og þar til það gekk til Dimitrovs, væntanlega sam-
dægurs, að Alþjóðasambandið hafi ekki lengur megnað að senda frá
sér bréf eða koma skeyti út á símstöð? enn á ný sést hvernig vinnu-
brögð Jóns leiða hann æ lengra út á braut óraunveruleikans.
eina rökrétta niðurstaðan í þessu máli er sú að Dimitrov hafi
ákveð ið að senda miðstjórn kommúnistaflokksins umbeðnar staðfest-
ingar á því að leggja mætti flokkinn niður og stofna í staðinn Sósíal -
istaflokkinn. ella hefði sameiningarflokkurinn aldrei verið stofnaður.
Þetta var einmitt niðurstaða bókarhöfundarins Jóns Ólafssonar í Kæru
félagar (bls. 111). Þar komst hann svo ágætlega að orði að bréf einars
olgeirssonar til kominterns hefði aðeins lýst ,,taktísku skrefi, sem í
raun var í fullu samræmi við stefnu undangenginna ára“. Í trausti
þess voru kommúnistar komnir á lokastig við flokksstofnunina, trúir
skilyrðum kominterns, en gangi mála í Alþýðuflokknum höfðu þeir
ekki ráðið heldur Héðinn Valdimarsson. Nærtækasta skýringin á því
að gögn hafa ekki komið fram um samþykki Dimitrovs er sú sem
Jón nefndi ekki í grein sinni fremur en endranær: Skjalasafn kominterns
er að nokkru leyti glatað og að nokkru leyti lokað og gögn kommún -
þór whitehead182
13 Jón Ólafsson, Kæru félagar, bls. 88–91.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 182