Saga - 2009, Blaðsíða 42
á kyngervi, stigveldi byggt á kyngervi og misvægi byggt á kyngervi
(e. gender inequality, gender hierarchy, gender imbalance).6
Í fyrirlestri sínum skýrði Bennett fyrir áheyrendum hvað hún ætti
við með „jafnvægi feðraveldisins“ (e. patriarchal equilibrium), hugtaki
sem hún telur auðvelda okkur að skilja og greina hið lífseiga feðra-
veldi. Það er grundvallaratriði að hennar mati að beina sjónum að
feðraveldinu því það er stöðugt til staðar þótt formið taki breytingum
í tíma og rúmi. Almennt var gerður góður rómur að fyrirlestri Bennett
þótt vissulega mætti greina í líflegum umræðum að honum loknum
að gagnrýni hennar á fagsviðið færi eilítið fyrir brjóstið á sumum,
einnig gagnrýni hennar á kynjafræðin (sem í raun var þó gagnrýni
á sagnfræðinga sjálfa fyrir að láta ekki að sér kveða innan kynjafræða).
Bók Bennett hefur fengið nokkra umfjöllun meðal kvenna-
sögufræðinga erlendis. Í sumarhefti bandaríska tímaritsins Journal of
Women’s History árið 2008 var til að mynda umfjöllun um bókina þar
sem fjórar fræðikonur á sviði kvenna- og kynjasögu segja skoðun sína
auk þess sem birt eru viðbrögð Bennett.7 Í mars 2009 varð svo afar
áhugaverð umræða á Netinu, þegar fjallað var um bók Bennett í nokk-
urs konar leshring á bloggsíðum nokkurra bandarískra kvenna- og
kynjasögufræðinga. Fjórir fræðimenn skrifuðu hver sína umsögn eða
hugleiðingar um bókina og birtu á síðum sínum, en fimmta færslan er
gestablogg Bennett.8 Í færslunum sjálfum og athugasemdakerfinu
ræddu fræðimenn m.a. hvers vegna svo margir femínískir sagnfræðingar
hika við að koma fram sem slíkir; óttast þeir að teljast gamaldags og
erla hulda halldórsdóttir42
6 Minnisbók höfundar, færsla dagsett 12. ágúst 2008.
7 Journal of Women’s History 20:2 (2008), bls. 130–154. Höfundar eru Iris Berger,
Leila J. Rupp, Ulrike Strasser og Judy Tzu-Chun Wu.
8 Notorious Ph.D., Girl Scholar, „Should Politics be Historical? Should History be
Political“, sjá http://girlscholar.blogspot.com/2009/03/should-politics-be-hi-
storical-should.html — Historiann [svo], „Who indeed is afraid of the distant
past (and who says it’s distant anyway)? A call to arms“, sjá http://www.
historiann.com/2009/03/09/who-indeed-is-afraid-of-the-distant-past-and-who-
says-its-distant-anyway-a-call-to-arms/ — Tenured Radical, „Teach This Book?
Judith Bennett’s History Matters: Patriarchy and the Challenge of Feminism (Part
3 of A Blogfest)“, sjá http://tenured-radical.blogspot.com/2009/03/teach-this-
book-judith-bennetts-history.html — Another Damned Medievalist, „Judith
Bennett Roundtable, the Penultimate Part“, sjá http://blogenspiel.blogspot.
com/2009/03/judith-bennett-roundtable-penultimate.html — Judith M. Bennett,
„History Matters: The Grand Finale (A Guest Post by Judith Bennett)“, sjá
http://girlscholar.blogspot.com/2009/03/history-matters-grand-finale-guest-
post.html. Allt efni sótt 29. júní 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 42