Saga - 2009, Blaðsíða 62
Meirihluti embættismanna ákvað að styðja hið nýja vald. Réttum
fjórum vikum eftir handtöku Trampes höfðu allir dómarar landsyfir -
réttarins, kennarar við Bessastaðaskóla, landlæknir, amtmaður
Vesturamtsins, í það minnsta sex sýslumenn og allmargir hrepp-
stjórar, biskup og 11 klerkar lýst því yfir að þeir myndu sinna störfum
sínum áfram undir stjórn Jörgensens. Ýmsir bændur játuðu einnig
stuðning við Jörgensen þó að þeir vissu, eins og einn þeirra vottaði,
að „með svo felldu móti Ísland sé reglulega unnið undan ríkisstjórnan
kóngs Friðriks VI“.22
oft mátti samt sjá að menn voru loðnir í loforðum sínum, eins og
þeir vildu vita hvert stefndi en án þess að styggja þann sem valdið hafði.
Stefán Þórarinsson amtmaður og fjórir sýslumenn sögðu líka af sér emb-
ætti frekar en að lúta stjórn Jörgensens. Í þeim hópi var Gunnlaugur
Briem, sýslumaður í eyjafirði. Í júlílok 1809 rakti hann í löngu máli þá
kosti sem honum fannst vera í boði. Lokaniðurstaða hans var sú að
Jörgen Jörgensen væri „ósvífinn landráðamaður“ og enginn sóma-
kær embættismaður gæti rofið eið við sinn konung. Þar að auki mætti
alls ekki ganga að því vísu að yfirvaldið í kaupmannahöfn féllist
síðar meir á þau varnarrök að menn hefðu fylgt Jörgensen nauðugir.
embættismenn hefðu jafnvel þá skyldu „að reyna að koma í veg fyrir
breytingu á stjórnarskipan lands síns, og eins þótt það kosti líf og
blóð“.23
Var þá ekki einmitt réttast að rísa upp gegn „valdaræningjanum“?
Það töldu sumir, og Jörgensen fangelsaði til dæmis Ísleif einarsson
yfirdómara vegna gruns um að hann hygðist efna til uppreisnar.24
Þá hefur afstaða Jóns Guðmundssonar, sýslumanns í Vestur-Skafta -
fellssýslu, verið höfð til merkis um mótþróa gegn Jörgensen. Þótt þar
sé ýmislegt á reiki liggur fyrir að Jón minnti bændur í sveitum sínum
á bókstaf laganna um völd konungs, „svo sem kóngserfðanna 11.
kap. í vorri Jónsbók og Norsku laganna upphaf 1-1-1, líka sjálfs Jesu
Christi kenningu“. Jafnframt hélt sýslumaður því fram að hann
hefði lagt á þau ráð að yrði Jörgensen svo fífldjarfur að halda austur
í Skaftafellssýslur með liðsafla yrði setið fyrir honum; „fyrst yrði
skotið á og þegar á eftir gerð snögg og tryllt atlaga með bareflum og
lurkum“.25
guðni th. jóhannesson62
22 Helgi P. Briem, Sjálfstæði Íslands 1809, bls. 269–270 og 352–353.
23 Sama heimild, bls. 321 og 323.
24 Anna Agnarsdóttir, „Var gerð bylting á Íslandi sumarið 1809?“ Saga XXXVII
(1999), bls. 117–139, hér bls. 130.
25 Helgi P. Briem, Sjálfstæði Íslands 1809, bls. 347 og 354.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 62