Saga - 2009, Blaðsíða 149
myndasundurgreiningu sem málfræðingar hafa unun af en gagnast
ekki almennum lesendum.
— ein blaðsíða birtist hverju sinni og til skamms tíma urðu not-
endur að hafa sérhæfðar leturgerðir í tölvu sinni sem skildu sértáknin
svo að þau sæjust í vefvafra. Nýlega var farið að bjóða upp á síðurnar
í pdf-formi en áfram birtist bara ein blaðsíða í einu og gerir það lestur
seinlegan (að ekki sé talað um útprentun).
— engar upplýsingar er að finna um textana, handritin eða sög-
urnar. Það sýnir litla þjónustulund við aðra en innvígða og tak-
markaða vitund um miðlunarhlutverk handritasafna. Slíkt viðhorf
einkennir reyndar ýmis verkefni sem lúta að miðlun á handritum
miðalda og má nefna stafrænt handritasafn Stofnunar Árna Magnússonar
á Íslandi þar sem einungis getur að líta safnmark og skammstafaða
vísun til innihalds, svo sem „Ísl.s“ fyrir „Íslendingasögur“.5
Vissulega er það góðra gjalda vert að hafa „fræðin sem slík“ í há-
vegum. Vinna af þessu tagi verður þó að nýtast fleirum en fræðimönnum
einum, sem eru lítill hópur. Hugmyndir svonefndrar „nýrrar fíló -
lógíu“ um óstöðugan texta miðaldarita, þar sem öll handrit eru (nán -
ast) jafnrétthá, hafa á síðustu árum rutt sér til rúms og allt að því
skákað viðleitni fræðimanna til að ákvarða einn texta tiltekins rits,
annaðhvort sem upprunalegastan texta eða þann besta sem varðveittur
er. Að birta handrit eins og þau liggja fyrir og fylgja stafsetningu
þeirra vandlega, líkt og Menota gerir, er í anda hins nýja viðhorfs.
Aðferðin og afurðirnar kveikja ótal spurningar og unnt er að nálg-
ast svör við öðrum eldri. Almenningur verðskuldar að eiga þess kost
að gera þetta líka við lestur á bók, og mætti líkja slíku útgáfuátaki
við það sem bændur nú um stundir kalla „beint af býli“ og útbúa
texta „beint af skepnunni“ á prent. Um leið yrði bætt úr átakanlegum
skorti á fornritum sem varla fást orðið nema í viðamiklum heildar-
útgáfum og hátíðlegum ritröðum eða skólaútgáfum, en sum þeirra alls
ekki. Ókjörin öll eru til af mögnuðum textum frá miðöldum og and-
ríkið yfirþyrmandi, en útgáfur skortir. Stórmerkar Biblíuþýðingar
(Stjórn) eru aðeins til í útgáfu frá 1862 og Veraldar saga í útgáfu frá 1944
en elucidarius kom hins vegar út í tveimur ólíkum útgáfum árin
1989 og 1992, svo að tekin séu dæmi af kristilegum bókmenntum.
Biskupasögur hafa streymt út á vegum Íslenzkra fornrita allra síðustu
ár, sem er bót í máli, og sama á við um konungasögur, en hafi sú
merka ritröð verið við alþýðu hæfi fyrir hálfri öld er hún það varla lengur
frásagnir miðalda og söguþrá samtímans 149
5 Stafrænt handritasafn Stofnunar Árna Magnússonar í Reykjavík á am.hi.is/WebView.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 149