Saga - 2009, Blaðsíða 39
Sagnfræðin, femínisminn
og feðraveldið
erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur ræðir við
Judith M. Bennett, prófessor í sagnfræði við
University of Southern California*
Það var óneitanlega upplífgandi að hlusta á bandaríska sagnfræðing-
inn Judith M. Bennett tala um sagnfræði og kvennasögu, um feðra-
veldi og jafnrétti, um kynjafræði og femínisma fyrir fullum Hátíðarsal
Háskóla Íslands á þingi norrænna kvenna- og kynjasögufræðinga
sem haldið var í Reykjavík í ágúst 2008.1 Upplífgandi segi ég vegna
þess að femínísk sagnfræði er fyrirferðarlítil í íslenskum fræðaheimi,
hvað þá innan háskólanna. Vel heppnaður fyrirlestur, líkt og sá sem
Bennett flutti, fyllir okkur sem stundum þessi fræði eldmóði og styrkir
fræðilegan grundvöll okkar — og aðrir áhugasamir sjá jafnvel nýja fleti
á rannsóknum sínum.
Judith M. Bennett er femínískur miðaldasagnfræðingur og er
sérsvið hennar enskar síðmiðaldir. eftir hana liggur fjöldi greina og
bóka þar sem hún hefur, auk almennra yfirlitsrita og kennslubóka,
skrifað um bændakonur, vinnu kvenna og ógiftar konur. Þá hefur
hún einnig skrifað um kynverund (e. sexuality) og svo fræðin sjálf:
sagnfræðina og femíníska sagnfræði.2 Bennett tók virkan þátt í kvenna-
Saga XLVII:2 (2009), bls. 39–54.
* Takk fyrir aðstoð og ábendingar, Arnþór, Margrét og Ragnheiður.
1 Níunda þing norrænna kvenna- og kynjasögufræðinga var haldið við Háskóla Ís-
lands 11.–13. ágúst 2008. Bennett flutti lykilfyrirlesturinn „Women, History and
Feminism“ 12. ágúst.
2 Skoða má útgefin rit Bennett og nálgast greinar hennar rafrænt á vefslóðinni
http://www-rcf.isc.edu/~judithb/ en nefna má titla á borð við: Ale, Beer, and
Brewsters in England: Women’s Work in a Changing World, 1300 to 1600 (New york:
oxford University Press, 1996); Single women in European Past, 1250–1800. Ritstj. ásamt
Amy F. Froide (Philadelphia: University of Pennsylvania Press, 1999); „The Lost
Pasts of Women’s History“, Medieval Feminist Forum 41 (2006), bls. 88–97; „‘Lesbian-
Like’ and the Social History of Lesbianisms“, Journal of the History of Sexuality 9
(2000) bls. 1–24.
VIÐTAL
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 39