Saga - 2009, Blaðsíða 108
Á Alþingi var Ingibjörg hins vegar ein á báti og málstaður hennar
átti öfluga mótstöðumenn í þinginu, ekki síst Jónas Jónsson frá Hriflu.
Árið 1924 steig Ingibjörg skref sem átti eftir að reynast örlagaríkt fyrir
þróun kvennabaráttu í landinu, er hún gerðist einn af stofnendum
Íhaldsflokksins. Þar með hafði hún í reynd gengið gegn þeim lof-
orðum kvennalistans 1922 að konur ættu að standa saman um sér-
stakt stjórnmálaafl. Sjálf skýrði Ingibjörg ekki þessa gjörð en kristín
Ástgeirsdóttir hefur útskýrt ákvörðun Ingibjargar:
Ég tel að Ingibjörgu hafi verið heitið stuðningi við byggingu
Landspítalans og að kvennaskólinn í Reykjavík yrði gerður að
ríkisskóla ef hún gengi í Íhaldsflokkinn. Íhaldsmenn munaði
mjög um hvern liðsmann við myndun meirihluta á þingi. Því
er líklegt að þeir hafi heitið Ingibjörgu stuðningi við mikilvæg bar-
áttumál hennar.43
eftir að Ingibjörg hafði skipað sér í ákveðna fylkingu á vettvangi
landsmála hófust heiftarlegar árásir á hana innan þings, sem á stundum
voru litaðar af megnri kvenfyrirlitningu. Fyrrverandi samherjar
hennar í kvennabaráttunni gagnrýndu hana einnig, ekki síst fyrir
skort á samráði við kjósendur og ólýðræðisleg vinnubrögð í alla staði.
Ingibjörg H. Bjarnason mætti ekki á annan landsfund kvenna sem
haldinn var á Akureyri sumarið 1926. Fundurinn var fjölsóttur, hátt
í 300 konur fylktu liði til kirkju í upphafi fundar.44 Sex þjóðþekktum
karlmönnum var boðið að flytja erindi á fundinum. Fjallað var um
ýmis hagsmunamál kvenna og ýmis þjóðþrifamál en lítið fór fyrir
umræðum um stjórnmál eða baráttuaðferðir í kvennabaráttu.
Í landskjörinu 1926 fékk kvennalisti með Bríeti í broddi fylkingar
einungis 489 atkvæði (3,5%). Listinn var skipaður fjórum mjög öflugum
og þjóðþekktum konum: Bríeti, Guðrúnu Lárusdóttur, Halldóru
Bjarnadóttur og Aðalbjörgu Sigurðardóttur. ein ástæða þess að list-
inn hlaut svo lítið fylgi er eflaust sú að ekki var samstaða innan
kvennahreyfingarinnar um framboðið.45 einnig brugðu hin framboðin
á gamalkunnugt ráð af vettvangi bæjarmála í Reykjavík og höfðu
konur í framboði. Lengst gengu jafnaðarmenn, sem farið höfðu hall -
oka fyrir sameinuðum lista borgaralegra afla og kvennahreyfingar í
bæjarstjórnarkosningum 1918. Við landskjörið 1926 skipaði Jónína
svanur kristjánsson108
43 Sama heimild, bls. 173.
44 Upplýsingar um 2. landsfund kvenna eru byggðar á Sigríður Th. erlendsdóttir,
Veröld sem ég vil, bls. 156–159.
45 Sbr. kristín Ástgeirsdóttir, „kvennaframboðið til Alþingis 1926“, Afmæliskveðja
til Háskóla Íslands (Akureyri: Hólar 2003), bls. 329–354, einkum bls. 350–354.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 108