Saga - 2009, Blaðsíða 14
og skömmtunum, sem voru nauðsynlegar á styrjaldartímum, læstu
Íslendingar sig aftur inni í höftum um áratuga skeið. Þeim létti ekki
fyrr en í upphafi 7. áratugarins. Þessi hagstjórn byggðist fyrst og
fremst á vanþekkingu stjórnmálamanna þess tíma. Lögmálið um
hlutfallslega yfirburði og hagkvæmni utanríkisverslunar, grunnatriði
í hagfræði, var ráðandi stjórnmálamönnum þess tíma hulin ráðgáta.
Þekking á hagrænum lögmálum var lítil meðal ráðamanna alla öld-
ina og er að hluta til enn. Það er ekki fyrr en áhrif manna eins og
Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Björnssonar fara að segja til sín að meiri
þekking verður í hagstjórninni. Báðir voru vel menntaðir hagfræðingar,
prófessorar við Háskóla Íslands, ráðamenn í sínum flokkum og sátu
á Alþingi. Þá er reyndar komið langt fram á 20. öldina.
Það er eiginlega fyrst með viðreisnarstjórninni eftir 1960 sem hægt
er að tala um nútímahagstjórn sem byggist á fræðilegri hagfræði og
er að nokkru leyti í samræmi við hagstjórn í nágrannalöndunum.
Þar skiptir aðildin að fríverslunarsamtökunum eFTA 1970 miklu
máli, en andstaða við þá aðild og heilbrigða viðskiptahætti var mjög
mikil hérlendis. Með stofnun Seðlabanka Íslands 1961 fékk pen-
ingamálastefnan aukið vægi en fram að því höfðu ríkisfjármálin verið
helsta einkenni hagstjórnar.
Með valdatöku vinstri stjórnarinnar 1970 var horfið frá varkárri
hagstjórn. Óðaverðbólga og þensla einkenndi hagstjórnina frá 1970
til 1990. Þegar allt var að fara á hliðina í efnahagsmálum laust fyrir 1990
tóku aðilar vinnumarkaðarins, undir forustu einar odds kristjánssonar
og Guðmundar J. Guðmundssonar, við hagstjórninni og þjóðarsáttin
varð til, efnahagsstefna og hagstjórn sem miðar að lítilli verðbólgu,
hófsömum kjarasamningum og stöðugleika í gengi. Þetta gekk eftir
næstu 15 árin, fram til 2005. Það er athyglisvert að þjóðarsáttin, merki-
legasta hagstjórn 20. aldarinnar, var ekki verk stjórnmálamanna eða
stjórnmálaflokka. Þeir studdu hana að vísu þegar hún lá ljós fyrir hjá aðil -
um vinnumarkaðarins. Það hjálpaði mikið þegar eeS-samningurinn
var gerður 1994, en enn og aftur voru mjög margir á móti honum.
eitt aðaleinkenni hagþróunar og hagstjórnar hérlendis alla 20.
öldina er mikil andstaða við skynsamlegar og hagkvæmar breytingar
sem komu að utan, eins og deilurnar um eFTA- og eeS-samningana
sýna. Sama gilti um haftatímabilið eftir seinni heimsstyrjöld. Þessi
afstaða byggðist á þröngsýni og þekkingarleysi. ef það er eitthvað
eitt sem má læra af hagþróun og hagstjórn 20. aldarinnar er það að
vanþekking í hagstjórn er slæmur förunautur. Fámennið hérlendis
gerir vanþekkingu í efnahagsmálum, hvort sem er meðal almenn-
sveinn agnarsson14
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 14