Saga - 2009, Blaðsíða 155
texti væri í öðrum handritum, samkvæmt vanalegum reglum.“19
Stundum er þeirra ákvarðana getið neðanmáls. Í útgáfu konráðs
Gíslasonar og eiríks Jónssonar frá 1875 er einnig blandaður texti í
meginmáli, með Reykjabók (AM 468 4to) sem undirstöðutexta.
Afbrigða úr skinnhandritum er getið í voldugum neðanmálsgreinum.20
Útgefendur þessara ágætu bóka eru litlu skárri en skrifarar á miðöldum,
sem kannski studdust við eitt forrit eða tvö eða þrjú en áttu til að
láta eigin smekk ráða orðalagi og jafnvel juku við eða löguðu text-
ann ef þeim leist svo á. Útgáfa Sveins yngva egilssonar á Njálu eftir
Reykjabók og afritum hennar einum saman er stórt skref í rétta átt
(sjá ramma á bls. 151–152). Hér fær metnaðarfullur lesandi þó ekki
upplýsingar um texta annarra handrita, nema óljóst í útskýringar-
greinum aftast, og þarf að hafa aðrar útgáfur hjá sér til að svala for-
vitni sinni.
Ótal dæmi má finna um orðamun sem skiptir máli fyrir textann
og túlkun hans. Sveinn yngvi nefnir lýsingar á Gunnari á Hlíðarenda
í Reykjabók sem sýna hann fremur sem mann orða en athafna, ólíkt
því sem er í öðrum handritum.21 Vissulega er margt alveg eins í öllum
handritum, svo sem fleygar setningar um þjófsaugu, gapripla góða
og leppa tvo.22 oft er orða munur með þeim hætti að litlu breytir um
merkingu setninga – og þó: Hallgerður var örlynd og skaphörð –
lundill og skaphörð – örlynd og fengsöm og skaphörð – heldur skap-
hörð, örlynd og fengsöm. Hún leitaði á Gunnar mjög – leitaði mjög
á Gunnar – áleitaði Gunnar mjög – ávítaði Gunnar mjög – ámælti
Gunnar mjög – taldi á Gunnar mjög, sem aftur á móti lýstur hana
kinnhest – laust hana kinnhest – laust hana kinnhest mikinn – sló
hana pústur.23 Fótur Þórhalls Ásgrímssonar er ýmist „digur sem
konulær“ eða „digur og þrútinn sem konulær“.24 Blæbrigðin geta
þó verið það sterk að þau ættu að vekja lesanda til umhugsunar.
Nokkur munur er til dæmis á því hvort Njáll er „karl hinn skegg-
frásagnir miðalda og söguþrá samtímans 155
19 Brennu-Njáls saga. Útg. einar Ólafur Sveinsson. Íslenzk fornrit 12 (Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag 1954), bls. clv og clvi.
20 Njála udgivet efter gamle håndskrifter. Tvö bindi. Útg. konráð Gíslason og eiríkur
Jónsson. Det kongelige nordiske oldskriftselskab (kaupmannnahöfn 1875–1889).
21 Brennu-Njálssaga. Texti Reykjabókar. Útg. Sveinn yngvi egilsson. (Reykja vík:
Bjartur 2003), bls. 290.
22 Njála udgivet efter gamle håndskrifter I, bls. 3 (kafli 1), 132 (kafli 34) og 365 (kafli
77).
23 Sama heimild, bls. 40 (kafli 9), 155 (kafli 37) og 212 (kafli 48).
24 Sama heimild, bls. 724 (kafli 135).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 155