Saga - 2009, Blaðsíða 126
minnst var á Tyrkjaránið, Hallgrím Pétursson og svo Skúla fógeta
og Innréttingarnar. Ég tel ekki fjarri sanni að segja, að þjóðin sé
slegin blindu þegar kemur að þessu tímabili í sögum hennar,
og að menn hlaupi yfir það þegar arfleifð okkar er hampað við
hátíðleg tækifæri, eða þegar á að aðstoða ókunnuga við að átta
sig á þessari þjóð.39
Högni leggur áherslu á að túlkun sín á sögulegri fortíð Íslendinga
þurfi ekki að standast fræðilega skoðun, en ef hún endurspegli
skoðanir margra annarra, sé „vel mögulegt að þjóðin vilji líta undan
þegar kemur að þessu tímabili í þjóðarsögunni“, þar sem það veki
upp skammartilfinningu sem þarf að bæla og þannig „fela hið meinta
afrekaleysi“.40 Að mati Högna er hugsanlegt að bælingin hafi síðan
„mótað ýmislegt í hegðun og gildismati þjóðarinnar og geri enn“,
hún skýri til að mynda þverstæðuna milli upphafinnar sjálfsánægju
landans og þeirrar nöturlegu minnimáttarkenndar sem birtist skýrt
í því hversu ofurháð við erum hrósi útlendinga.41
Sögugreining Ásgeirs Jónssonar snýst ekki um að fela hið meinta
afrekaleysi. Hann rekur „niðurlægingarskeið“ íslenskrar sögu til
viðskiptahafta,42 og speglar viðskiptafrelsi samtímans í glæstri fortíð
þjóðarinnar: „Í huga Íslendingsins leiða dirfska, hugvitssemi, skap-
andi spuni og auga fyrir stóra tækifærinu til velgengni — rétt eins
og tíðkaðist á tíma víkinganna.“43 Það væri í sjálfu sér verðugt rann-
sóknarverkefni að greina áhrif hinnar frjálshyggjuskotnu útrásar-
hugmyndafræði á íslenska sögusýn og sögutúlkun á fyrstu árum 21.
aldar. Hún tók á sig einkennilegar myndir, eins og sást í umræðunni
um risasverðið á Melatorgi vorið 2004, á opnunarsýningu Þjóðminja -
safnsins, „Þjóð verður til“ sama ár,44 og í skýrslu Viðskiptaráðs 2006
sem ber nafnið Ísland 2015. Í sögulegri samantekt um framrás frelsis
guðni elísson126
39 Högni Óskarsson, „Freud í hvunndeginum“, Ritið 2/2003, bls. 21.
40 Sama heimild, bls. 21 og 22.
41 Sama heimild, bls. 22.
42 Ásgeir Jónsson, Why Iceland?, bls. 10–16.
43 „In the Icelandic mind, success is the reward for personal daring, ingenuity,
improvisation, and an eye for the main chance — just as it was in the Viking
times.“ Ásgeir Jónsson, Why Iceland?, bls. 10. Roger Boyes dregur upp svipaðar
hliðstæður á fyrstu síðum Meltdown Iceland, en þar má hugsanlega greina írón-
ískan undirtón. Sjá t.d. bls. 2.
44 Ég fjalla um opnunarsýningu Þjóðminjasafnsins í greininni „Frægðin hefur
ekkert breytt mér: Þjóðin, sagan og Þjóðminjasafnið“, Ritið 2/2004, bls. 137–165,
en hún var um margt afsprengi útrásarhugmyndafræðinnar og gagnrýni ég þá
þætti hennar harðlega í grein minni — en lofa aðra. Í fyrirlestri sem Sigurjón
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 126