Saga - 2009, Blaðsíða 202
— það hefði verið fengur að slíkum frásögnum í Almenningsfræðslunni. Í
því samhengi má raunar velta upp þeirri spurningu hvort ekki hefði mátt
nýta núlifandi heimildarmenn miklu meira en þó var gert. Auk þess er margt
að finna í smáriti eftir Lýð Björnsson sem kom út fyrir tæpum þrjátíu árum
(1981), Úr sögu kennaramenntunar á Íslandi. Helgi Skúli styðst nokkuð við það
í kafla sínum um nývæðingu í skólamálum en það hefði hugsanlega getað
orðið grunnurinn að þeim kafla sem hér er kallað eftir.
Þá eru það framhaldsskólarnir en um þá er einnig fjallað hér og þar,
einkum í síðara bindinu þar sem Jón Torfi Jónasson á hluta sem nefnist
„Vaxtarverkir 1966-1984“. Fyrsti kafli hans kallast „Samræmdur framhalds-
skóli í mótun“. einnig víkur Helgi Skúli kjartansson töluvert að framhalds-
skólunum í þeim hluta síðara bindis sem nefnist „Nývæðing í skólamálum“
og á við sama tímabil. Á þessum síðarnefnda kafla var mest að græða, bæði
varðandi framhaldsskólana og þróun kennaramenntunar. Í riti um almenn-
ingsfræðslu á Íslandi frá 1880 er vissulega eðlilegt að framhaldsskólinn fái
minna rúm en barnaskólakennslan. Þó hefði verið í hæsta máta eðlilegt að
gefa gaum að þeim hugsjónum sem bjuggu að baki stofnun Menntaskólans
við Hamrahlíð 1966 og síðar fyrsta hreinræktaða fjölbrautaskólans,
Fjölbrautaskólans í Breiðholti, 1973. eins og áður segir hefur lengi verið þörf
fyrir góða úttekt á því hvers vegna mönnum fannst kominn tími fyrir nýjar
leiðir í bóknámi til stúdentsprófs og hvert menn sóttu fyrirmyndirnar að
því kerfi sem smám saman tók á sig mynd. Það er satt að segja mjög áhug-
verð saga hvernig ætlunin var að búa til fyrirkomulag þar sem vandræði nem-
anda með eina námsgrein yrðu ekki til þess að tefja framvinduna í öllum hin -
um — stórmerkileg hugmynd út af fyrir sig. Guðmundur Arnlaugsson,
fyrsti rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, kynnti sér aðferðir í Bandaríkjunum
sem síðan voru prófaðar í Hamrahlíðinni, snikkaðar til og m.a. nýttar þegar
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var komið á fót sjö árum síðar. Önnur
nýjung í skólamálum var öldungadeildin sem olli líklega ákveðnum straum-
hvörfum, ekki síst fyrir konur. Þetta er hugmyndafræði sem verðskuldar
góða úttekt, umfram greinargott yfirlit um þróun lagasetninga um fram-
haldsskóla sem finna má í kafla Jóns Torfa Jónassonar, „Samræmdur fram-
haldsskóli í mótun“.
en sannarlega er það ritinu sem hér er til umfjöllunar til hróss að þegar
blaðað er í því og gripið niður í menntamálaumræðunni í tímans rás, fer ekki
hjá því að inn í hugskotið læðist sú óhugnanlega tilfinning að allt sem sagt er
um menntamál, þegar þau komast til almennrar umræðu, hafi verið sagt
áður. Þannig fjallar Loftur Guttormsson í fyrra bindi um deilur upp úr 1920
um stöðluð próf frá útlöndum, „vitpróf“ (= greindarpróf), og hversu mark-
tæk þau séu (I, bls. 234). Allt sem þar kemur fram minnir óþyrmilega á deilur
sem koma upp t.d. þegar niðurstöður PISA-kannana eru ræddar. og hvað
ætli lesendum finnist um þessi ummæli um einkunnir: „Í öðru lagi, og það skiptir
að mínu áliti langmestu máli, eru einkunnir villandi að því leyti að til grund-
ritdómar202
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 202