Saga - 2009, Blaðsíða 58
landinu á hans vald. Drottinssvik — feloní — voru talin eitt hið
voðalegasta afbrot á miðöldum þó að þau væru að vísu furðu
tíð. en um ættjörð, þjóðerni, tungu og slíkt hugsuðu miðalda-
menn á allt annan hátt en nú er gert, eða réttara sagt, þeir hugsuðu
lítið eða ekkert um þessa hluti. Við fáum algerlega villandi mynd
ef við líkjum íslensku höfðingjunum, er gengu konungi á hönd
á 13. öld, við landráðamenn 20. aldar. Mér dettur ekki í hug að
halda að menn með skapgerð þeirra Gissurar Þorvaldssonar og
Hrafns oddssonar hefðu gerst kvislingar ef þeir hefðu verið
uppi í Noregi árið 1940. Það er algerlega villandi að flytja hug-
tök 20. aldar manna um ættjarðarást og landráð aftur á 13. öld.9
„Líkaminnsundurpartaður“
Árið 1281 fengu Íslendingar nýja lögbók, Jónsbók, og tóku hin nýju
lög auðvitað mið af því að konungur ríkti yfir landinu og þar með
var unnt að fremja landráð gegn honum. Lögin mörkuðust af þeirri
germönsku hefð að refsa „drottinsvikurum“ grimmilega og einnig
af Rómarrétti þar sem svikráð við keisarann — crimen majestatis —
þóttu öðrum glæpum verri. Þá báru þau keim af þeirri kenningu að
allt veraldlegt vald kæmi frá guði og konungur væri fulltrúi hans
gagnvart fólki sínu. „Hefir konungur af guði veraldlegt vald til ver-
aldlegra hluta, en biskup andlegt vald til andlegra hluta,“ sagði í
kristindómsbálki Jónsbókar.10 Landráðum mátti því líkja við guðlast
og þau töldust til óbótamála, hinna svívirðilegustu glæpa. „Það er
níðingsverk hið mesta ef maður ræður lönd og þegna undan kon-
ungi sínum,“ sagði í hinni nýju lögbók, og með Réttarbót Magnúsar
konungs eiríkssonar árið 1342 var lögð „landráðasök“ á þá „sem
óhlýðnis samheldi eður samhleypi gera til þess að styrkja illgerðar-
menn móti krúnunnar rétt og landsins lögum“. Jafnframt taldist hver
guðni th. jóhannesson58
9 Ólafur Hansson, „Flugumýrarbrenna“, Mánudagsblaðið 24. ág. 1953, bls. 8. Sjá
einnig Ólafur Hansson, Gissur jarl (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1966), bls.
143–149, Sigurður Líndal, „Utanríkisstefna Íslendinga á 13. öld og aðdragandi
sáttmálans 1262–64“, Úlfljótur 17:1 (1964), bls. 5–36, og Ásgeir Jónsson, „Gamli
sáttmáli og innganga í evrópusambandið. Stendur þjóðin í sömu sporum og
fyrir 740 árum?“, Tímarit Máls og menningar 63 (3), 2002, bls. 9–14.
10 Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um
miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578. Már Jónsson tók saman (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2004), bls. 90 (kristinn réttur: 2).
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 58